Öryggi barna aukið með öflugri fræðslu og þjálfun

Fréttir

Í samningum íþróttafélaga í Hafnar­firði við Hafnarfjarðarbæ er ákvæði um að þeir sem starfa í íþróttahreyfi­ngunni skulu sækja námskeið um barnavernd í boði sveitarfélagsins. Samið var við Barnaheill um að sjá um þetta námskeið í ár og fór rafrænt námskeið fram um miðjan mánuð. Hátt í 70 starfsmenn íþróttafélaganna tóku þátt.

Námskeið um öryggi barna vel sótt af
starfsfólki íþróttafélaganna

Í samningum íþróttafélaga í Hafnar­firði við Hafnarfjarðarbæ
er ákvæði um að þeir sem starfa í íþróttahreyfi­ngunni skulu sækja námskeið um
barnavernd í boði sveitarfélagsins. Samið var við Barnaheill um að sjá um þetta
námskeið í ár og fór rafrænt námskeið fram um miðjan mánuð. Hátt í 70
starfsmenn íþróttafélaganna tóku þátt.

VertuVerndariBarna

Einfölduð og styttri
útgáfa af námskeiðinu Verndari barna

Fræðsluerindið var einfölduð útgáfa af námskeiðinu Verndari
barna sem fjölmargir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar hafa sótt og snýr í grunninn
að því að auka öryggi barna með því að veita öfluga fræðslu og markvissa
þjálfun fyrir fullorðna, í þessum tilfelli starfsfólk íþróttafélaga, sem bera
ábyrgð á eða þjóna börnum og unglingum í íþrótta- og frístundastarfi. Fræðslan
miðar að því að þátttakendur fræðist og þjálfist í að fyrirbyggja, þekkja og
bregðast við hvers kyns ofbeldi þ.m.t. kynferðisofbeldi af festu og ábyrgð.

Snýr að vernd barna
gegn ofbeldi. Vitundarvakning, fræðsla og forvarnir

Verkefni Verndarar Barna var fyrst sett á laggirnar árið
2006 á vegum samtakanna Blátt áfram sem voru stofnuð árið 2004. Í byrjun mars
árið 2019 tóku stjórnir Barnaheilla og Blátt áfram þá ákvörðun að sameina
krafta sína undir nafni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Verkefni
Verndara barna – Blátt áfram varð því hluti af þeirri starfsemi Barnaheilla sem
snýr að vernd barna gegn ofbeldi. Tilgangurinn með sameiningunni er að samnýta
krafta og þekkingu beggja samtaka að því sameiginlega markmiði að berjast gegn
ofbeldi á börnum. Verkefnið Verndara barna felst að stærstum hluta í
vitundarvakningu, fræðslu og forvörnum á því sviði.

Sjá nánari upplýsingar um verkefnið á vef Barnaheilla – https://www.barnaheill.is/

Ábendingagátt