Óskað er eftir tilboðum lögaðila í lóðina Hrauntungu 5

Fréttir

Óskað er eftir tilboðum lögaðila í lóðina Hrauntungu 5. Á lóðinni er heimilt að byggja þrjú tveggja hæð íbúðarhús. Þar af tvö parhús og eitt einbýlishús, samtals fimm íbúðir. Deiliskipulag fyrir lóðina tók gildi 16. október 2019. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina sem er kr. 45.122.394.- miðað við BVT í febrúar 2020.

Óskað er eftir tilboðum lögaðila í lóðina Hrauntungu 5. Á lóðinni er heimilt að byggja þrjú tveggja hæð íbúðarhús. Þar af tvö parhús og eitt einbýlishús, samtals fimm íbúðir. Á lóðinni standa tvö hús sem skulu víkja og skal tilboðsgjafi fjarlægja húsin af lóðinni. Deiliskipulag fyrir lóðina tók gildi 16. október 2019. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina sem er kr. 45.122.394.- miðað við BVT í febrúar 2020. Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild.

Tilboðsgjafar eru hvattir til að kynna sér vel deiliskipulag lóðar ásamt viðauka.

Helstu upplýsingar um Hrauntungu 5


Umsókn lögaðila skal fylgja:
ársreikningur síðasta árs áritaður af löggiltum endurskoðanda, auk skriflegrar staðfestingar án fyrirvara frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðra húsbygginga. Enn fremur skal umsækjandi leggja fram gögn er gefa upplýsingar um flekklausa byggingarsögu, s.s. staðfestingu frá tryggingarfélögum.

Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 10 mánudaginn 24. febrúar 2020. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðssalnum í Ráðhúsi Hafnarfjarðar. Tilboð í lóð verða tekin fyrir á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 27. febrúar 2020.

Ábendingagátt