Óskar Guðjónsson ráðinn sem forstöðumaður Bókasafnsins

Fréttir

Óskar Guðjónsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar og mun hefja störf í byrjun ágústmánaðar. Óskar er með meistaragráðu í bókasafnsfræðum frá State University of New Jersey og BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði og bókmenntum frá Háskóla Íslands.

Óskar Guðjónsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar og mun hefja störf í byrjun ágústmánaðar. Óskar er með meistaragráðu í bókasafnsfræðum frá State University of New Jersey og BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði og bókmenntum frá Háskóla Íslands.

Hann starfar nú sem safnastjóri og fer með yfirstjórn þriggja útibúa Borgarbókasafns Reykjavíkur.

Anna Sigríður Einarsdóttir núverandi forstöðumaður safnsins hefur óskað eftir að láta af störfum í haust en Anna hefur farið fyrir Bókasafni Hafnarfjarðar í nærri tuttugu ár og unnið á safninu í 31 ár.

Bókasafn Hafnarfjarðar hefur komið mjög vel út í könnunum Hafnarfjarðarbæjar síðustu áratugi og er ein vinsælasta menningarstofnun bæjarins.

Um leið og við þökkum Önnu Sigríði fyrir samstarfið bjóðum við Óskar velkominn í hópinn.

Ábendingagátt