Óskastund við Hvaleyrarvatn

Fréttir

Vatnsverkið Óskastund hefur verið sett upp við Hvaleyrarvatn. Verkið er einfalt og á sama tíma stílhreint og til þess fallið að skapa einstaka sýn, gleði og upplifun fyrir þá sem sækja útivistarperluna Hvaleyrarvatn og nágrenni heim. Verkið stendur á Sandvíkinni, er tengt götulögn og mun, þar til frysta tekur í haust, sprauta vatni og framkalla regnboga á sólríkum dögum. Hugmynd að verki og framkvæmd á myndlistarmaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson.

Regnbogadans í upplandi Hafnarfjarðar

Vatnsverkið Óskastund hefur verið sett upp við Hvaleyrarvatn. Verkið er einfalt og á sama tíma stílhreint og til þess fallið að skapa einstaka sýn, gleði og upplifun fyrir þá sem sækja útivistarperluna Hvaleyrarvatn og nágrenni heim. Verkið stendur á Sandvíkinni, er tengt götulögn og mun, þar til frysta tekur í haust, sprauta vatni og framkalla regnboga á sólríkum dögum. Hugmynd að verki og framkvæmd á myndlistarmaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson.

VatnsverkHvaleyrarvatnVatnsverkið Óskastund hefur verið sett upp við Hvaleyrarvatn.

Enn ein ástæða til að sækja Hvaleyrarvatn heim

Guðmundur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991 en stundaði síðan framhaldsnám í Þýskalandi og Hollandi. Allt frá árinu 1985 hefur Guðmundur sýnt í öllum helstu söfnum og galleríum hérlendis ásamt því að sýna verk sín í Færeyjum, Danmörku, Hollandi, Austurríki, Rússlandi, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Englandi, Bandaríkjunum, Belgíu, Búlgaríu og Grænlandi. Guðmundur hefur hlotið mikið lof og viðurkenningar fyrir verk sín. Myndlistarmaðurinn fékk úthlutaðan menningarstyrk Hafnarfjarðarbæjar í fyrri úthlutun ársins 2021 fyrir hugmynd sína að vatnsverki sem ákveðið var að sett yrði upp við Hvaleyrarvatn. Hvaleyrarvatn og svæði í kring er kjörið svæði til útivistar, hreyfingar og samveru og liggur göngustígur umhverfis vatnið auk margra gönguleiða í nágrenninu.

Ábendingagátt