Öðruvísi Öskudagur á tímum Covid19

Fréttir

Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla hafa tekið saman leiðbeiningar varðandi öðruvísi Öskudag 2021 sem allir eru beðnir um að taka tillit til. 

Hugmyndir á farsóttartímum

Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla hafa tekið saman leiðbeiningar varðandi öskudaginn sem allir viðeigandi aðilar eru vinsamlega beðnir um að taka til sín og taka virkan þátt í því verkefni að halda góðan og gleðilegan en öðruvísi Öskudag á farsóttartímum.   

OdruvisiOskudagur

Gerum okkur dagamun í nærumhverfinu

Höldum upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni.

Mætum í búningum

Brjótum upp á hversdagsleikann með því að mæta öll í búningum. Ungir sem aldnir.

Endurvekjum gamlar hefðir

Nú er tækifæri að endurvekja gamlar öskudagshefðir eins og að búa til öskudagspoka og slá köttinn úr tunnunni. Með sóttvarnir í huga að sjálfsögðu.

Syngjum fyrir sælgæti

Ef hefð er fyrir því að ganga á milli húsa eða fyrirtækja í hverfinu væri upplagt að foreldrafélög tækju upp á sína arma að halda utan um hvar sé hægt að koma og syngja fyrir nammi. Athugið að gæta fyllstu sóttvarna og gefið aðeins sér innpakkað sælgæti.

Við erum öll almannavarnir! 

Ábendingagátt