Öskudagurinn

Fréttir

Öll börn upplifa öskudagsskemmtun í sínu nærumhverfi í Hafnarfirði í ár. Í öllum grunnskólum í Hafnarfirði er skertur dagur og skólastarfið brotið upp.

Öll börn upplifa öskudagsskemmtun í sínu nærumhverfi í Hafnarfirði í ár. Í öllum grunnskólum í Hafnarfirði er skertur dagur og skólastarfið brotið upp. 

Hver skóli fyrir sig útfærir sína dagskrá til kl. 11:00 um morguninn. Frístundaheimilin eru með skemmtidagskrá fyrir þau börn sem þar eru.

Félagsmiðstöðvarnar verða flestar með starf fyrir miðdeild seinnipartinn þennan dag og um kvöldið fyrir unglingadeildina. 

Ekki verður skipulögð dagskrá í miðbænum .

Ábendingagátt