Öskudagurinn 2016

Fréttir

Öll börn upplifa öskudagsskemmtun í sínu nærumhverfi í Hafnarfirði í ár. Í öllum grunnskólum í Hafnarfirði er skertur dagur og skólastarfið brotið upp með skemmtilegheitum.

 

Gleðilegan öskudag!

Það hefur verið hafnfirskur siður að gera nokkuð mikið úr Öskudeginum í Hafnarfirði enda fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í alls konar búninga og skemmta sér. Fyrir okkur fullorðna fólkið er afar ánægjulegt að sjá þessa litlu og aðeins stærri gullmola syngja og leika sér, sér og öðrum til mikillar gleði.

Öskudagur í nærumhverfi – skertur dagur í skólum

Öll börn upplifa öskudagsskemmtun í sínu nærumhverfi í Hafnarfirði í ár líkt og í fyrra enda um að ræða fyrirkomulag sem tekist hefur mjög vel. Í grunnskólum í Hafnarfirði er skertur dagur og skólastarfið brotið upp með skemmtilegheitum. Hver skóli fyrir sig útfærir sína dagskrá. Frístundaheimilin eru með skemmtidagskrá fyrir þau börn sem þar eru. Einhverjar félagsmiðstöðvar verða með öskudagsgleði seinnipartinn þennan dag og um kvöldið.

 

Ekki verður skipulögð dagskrá í miðbænum en án efa einhverjar búðir og aðrir staðir sem taka vel á móti syngjandi sveinum og meyjum.

Ábendingagátt