Öskudagurinn í Hafnarfirði 2021

Fréttir

Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla gáfu nýlega út leiðbeiningar varðandi öskudaginn með hugmyndum um góðan og gleðilegan en öðruvísi Öskudag á farsóttartímum. Ljóst er að mun færri verslanir og vinnustaðir munu taka á móti syngjandi börnum þetta árið en verið hefur.

Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili
og skóla gáfu nýlega út leiðbeiningar varðandi öskudaginn með hugmyndum um
góðan og gleðilegan en öðruvísi Öskudag á farsóttartímum. Ljóst er að mun færri
verslanir og vinnustaðir munu taka á móti syngjandi börnum þetta árið en verið
hefur.

Skertur skóladagur og öskudagsgleði innan skólanna

Öskudagurinn í Hafnarfirði verður sannarlega með óhefðbundnu
sniði eins og margt annað á tímum Covid19. Hefð er fyrir skertum og
skemmtilegum skóladegi innan grunnskóla Hafnarfjarðar og hafa mörg foreldrafélög brugðið á það ráð að skipuleggja
annars konar viðburði fyrir börnin í ljósi aðstæðna sem er í takt við hugmyndir
og tilmæli Almannavarna í samstarfi við skólana. Foreldrafélag og skóli gefa út
upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag hjá sér. Öll frístundaheimilin bjóða
uppá sérstaka öskudagsdagskrá eftir að skóla lýkur og margar félagsmiðstöðvar
með dagskrá fyrir miðdeild seinnipartinn og allar með opnun fyrir unglingadeild
á öskudaginn. Öskudagsuppbrot verður á starfi leikskóla Hafnarfjarðar með
búningum og gleði en að öðru leyti helst leikskólastarfið óbreytt.

Þátttaka valkvæð fyrir vinnustaði og verslanir

Hafnarfjarðarbær stendur ekki fyrir sérstökum hátíðarhöldum
í miðbæ Hafnarfjarðar á öskudaginn frekar er fyrri ár. Hins vegar mun
starfsfólk okkar í Ráðhúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 6, Bókasafni Hafnarfjarðar
og Hafnarborg taka vel á móti þeim syngjandi glöðum börnum sem eiga leið hjá. Foreldrar eru beðnir um að safnast ekki saman á þessum stöðum, vera með grímu og halda 2 metra fjarlægð. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin sóttvarnarreglum.

Vinnustöðum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum er í
sjálfsvald sett hvort haldið sé upp á öskudaginn í ár og þá þarf útfærslan að
tala í takti við gildandi sóttvarnarreglur. Þannig munu einhver fyrirtæki taka
á móti börnum á meðan önnur gera það ekki allt eftir umhverfi og aðstæðum á
hverjum stað. Engin dagskrá verður t.a.m. í Verslunarmiðstöðinni Firði og er það sameiginleg
ákvörðun verslana þar að bjóða ekki upp á nammi, líkt og verið hefur undanfarin
ár. Eins hafa verslanir við Strandgötu gefið út að þær ætli ekki að taka á móti
söngfuglum Hafnarfjarðar að þessu “Covid”sinni og langar þess í stað að hafa
smá vorhátíð/sumarhátíð með börnunum um leið og aðstæður og umhverfi leyfa. Eitthvað til að hlakka til! 

Frítt fyrir alla í sund 17. febrúar. G-vítamín gjöf til þín frá okkur

Allar sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar taka virkan þátt í
G-vítamín verkefni Geðhjálpar sem býður 30 skammta af G-vítamíni á Þorranum. Á
öskudaginn 17. febrúar verður frítt í sund sem er einn auka skammtur af
G-vítamíni miðvikudagsins 17. febrúar sem er „Hreyfðu þig reglulega“ verkefni
og það í samstarfi við sveitafélög landsins.

Komdu í sund í tilefni dagsins í boði Heilsubæjarins
Hafnarfjarðar!

Hér er hægt að fá raunupplýsingar um fjölda sundlaugagesta á vef bæjarins

Ábendingagátt