Öskudagurinn 2022 í skólum og stofnunum

Fréttir

Í fyrsta skipti í þrjú ár er gert ráð fyrir að Öskudagurinn í Hafnarfirði geti farið fram með nokkuð hefðbundnum hætti. Skóladagur grunnskólanemenda er skertur og lýkur skólastarfi upp úr 11 í öllum grunnskólunum Hafnarfjarðarbæjar. Frístundaheimilin bjóða uppá sérstaka öskudagsdagskrá eftir að skóla lýkur, búningar, sprell, köttur í tunnu og böll. Öskudagsuppbrot verður á starfi leikskóla Hafnarfjarðar með búningum og gleði en að öðru leyti helst leikskólastarfið óbreytt.

Skertur skóladagur og öskudagsuppbrot

Í fyrsta skipti í þrjú ár er gert ráð fyrir að Öskudagurinn
í Hafnarfirði geti farið fram með nokkuð hefðbundnum hætti. Skóladagur
grunnskólanemenda er skertur og lýkur skólastarfi upp úr 11 í öllum grunnskólunum Hafnarfjarðarbæjar. Frístundaheimilin bjóða uppá sérstaka öskudagsdagskrá eftir að skóla
lýkur, búningar, sprell, köttur í tunnu og böll.  Öskudagsuppbrot verður á
starfi leikskóla Hafnarfjarðar með búningum og gleði en að öðru leyti helst
leikskólastarfið óbreytt.

Söfn og þjónustuver taka vel á móti syngjandi glöðum börnum 

Hafnarfjarðarbær stendur ekki fyrir sérstökum hátíðarhöldum
í miðbæ Hafnarfjarðar á öskudaginn frekar er fyrri ár. Hins vegar mun
starfsfólk okkar í Ráðhúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 6, Bókasafni
Hafnarfjarðar og Hafnarborg taka vel á móti þeim syngjandi glöðum börnum.

Ábendingagátt