Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í febrúar verður tekinn inn nýr hópur í Fjölþætta heilsueflingu 65+ sem er verkefni á vegum Janusar heilsueflingar í Hafnarfirði. Nýr hópur verður hópur nr. 10 í verkefninu. Frá upphafi hafa 437 einstaklingar tekið þátt, 178 karlar og 259 konur. 210 þeirra hafa að fullu lokið 2ja ára þjálfun eða 90 karlar og 120 konur.
Í febrúar verður tekinn inn nýr hópur í Fjölþætta heilsueflingu 65+ sem er verkefni á vegum Janusar heilsueflingar í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær og Janus heilsuefling hafa verið í farsælu samstarfi síðan 2018 en bærinn niðurgreiðir þátttakendagjald fyrir einstaklinga 65 ára og eldri sem hafa lögheimili í Hafnarfirði. Nýr hópur verður hópur nr. 10 í verkefninu. Frá upphafi hafa 437 einstaklingar tekið þátt, 178 karlar og 259 konur. 210 þeirra hafa að fullu lokið 2ja ára þjálfun eða 90 karlar og 120 konur.
Upphafið að þessu verkefni er doktorsverkefni Janusar Guðlaugssonar, PhD-íþrótta- og heilsufræðings; Fjölþætt heilsurækt – Leið að farsælli öldrun. Með verkefninu var ætlað að sýna fram á að snúa mætti öldrunarferlinu við um tíma með markvissum heilsutengdum forvörnum. Rannsóknin stóð yfir í eitt og hálft ár og voru niðurstöðurnar ótvíræðar, eldri borgurum í hag. Það kom í ljós að heilsa hinna eldri batnaði til muna, afkastageta þeirra efldist og hreyfigetan varð betri. Vöðvamassinn jókst samhliða því sem fitumassinn minnkaði. Þá lækkaði blóðþrýstingur verulega og blóðgildi færðust til betri vegar.
Eitt af markmiðum með heilsueflingunni er að gera einstaklinginn sjálfbæran á eigin heilsu og fræða hann um það hversu oft í viku, hve lengi í senn og hver ákefðin á að vera þegar stunduð er heilsurækt. Þannig eflist heilsulæsið. Til þess að snúa heilsunni til betri vegar þarf einstaklingur að hreyfa sig daglega í um 30 mínútur og stunda styrktarþjálfun 2-3 sinnum í viku. Þá þarf hann að nærast vel, sér í lagi að huga að próteinríkri fæðu vilji hann bæta vöðvamassann. Þetta er lykillinn að áframhaldandi árangri.
Í Hafnarfirði fara styrktaræfingar fram í Reebok á Tjarnarvöllum og þolæfingar í Kaplakrika og er aðstaðan til fyrirmyndar. Ásamt styrktar- og þoltímum hefur Janus heilsuefling boðið upp á svokallaða uppbrotstíma en það eru tímar sem fara fram utan hefðbundins æfingartíma þar sem þjálfari leiðir hópinn í jóga, línudans og fleira. Í upphafi verkefnisins fara þátttakendur í gegnum umfangsmiklar mælingar sem eru endurteknar á sex mánaða fresti. Þátttakendur fara á líkamsgreiningartæki sem mælir meðal annars vöðva- og fitumassa, fengnar eru upplýsingar um lyfjasögu auk þess sem kannaður er styrkur, liðleiki, jafnvægi, hreyfifærni og þol. Með þessu fæst betri mynd af því hvar þátttakendur eru staddir við upphaf þjálfunar en einnig hvernig þeim vegnar í þjálfuninni. Mælingarnar fyrir nýja þátttakendur í Hafnarfirði fara fram á Lífsgæðasetri St. Jó dagana 21. og 22. febrúar.
Áhugasamir geta fræðst um verkefnið og skráð sig á www.janusheilsuefling.is. Einnig eru veittar upplýsingar í síma: 546 1232.
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…