Panta má samtal við bæjarstjórann rafrænt

Fréttir

Nú má panta samtal við Valdimar Víðisson bæjarstjóra á netinu. Hnappur er kominn á forsíðu vefjar bæjarins.

Rafrænar tímapantanir

Nú má panta samtal við Valdimar Víðisson bæjarstjóra rafrænt. Hnappur er kominn á forsíðu vefjar bæjarins. Þetta styttir boðleiðir og tíma. En enn sem fyrr má einnig hringja og panta tíma.

Hér neðst í pláa fletinum er hnappurinn þar sem hægt er að panta samtal við bæjarstjórann.

Hér má sjá skjáskot af forsíðunni. Neðst í hnappasúpunni leynist sá rétti.

Opna viðtalstímarnir eru alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Þið sem viljið heldur hringa veljið númerið: 585-5506 og pantið tíma.

Öll áhugasöm eru hvött til að nýta sér þennan möguleika og eiga gott og innihaldsríkt spjall við bæjarstjórann um þjónustu sveitarfélagsins og málefni bæjar og íbúa.

Valdimar hefur einnig reglulega boðið í kaffi á Thorsplani þar sem ræða má við hann um það sem er efst í huga tengt bænum. Ekki þarf að uppfylla aldur eða ræða ákveðið málefni. Öll eru velkomin með það sem er er ykkur efst í huga. Næsti fundur er fimmtudaginn 13. nóvember milli kl. 14-16.

 

Ábendingagátt