Pepper heimsótti Arnarberg

Fréttir

Vélmennið Pepper heimsótti leikskólann Arnarberg í morgun. Um er að ræða mannlegt vélmenni sem sérhannað er fyrir kynningar og fræðslu og þ.á.m. forritunarkennslu í skólum. Eitt af sérkennum Pepper er að greina svipbrigði og raddblæ viðmælanda en um leið að skapa gleði og ánægju. 

Vélmennið Pepper heimsótti leikskólann Arnarberg í morgun. Um er að ræða mannlegt vélmenni sem sérhannað er fyrir kynningar og fræðslu og þ.á.m. forritunarkennslu í skólum. Eitt af sérkennum Pepper er að greina svipbrigði og raddblæ viðmælanda en um leið að skapa gleði og ánægju. 

Pepper, sem er á landinu í tilefni af 25 ára afmæli Nýherja, dansaði, spjallaði og hreyfði sig við mikinn fögnuð barnanna á Arnarbergi! Við þökkum Pepper innilega fyrir komuna!

Sjá fleiri myndir á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar

Ljósmyndari: Sigurður Svansson // SAHARA

Ábendingagátt