Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2023. Pétur Gautur hefur unnið af krafti að list sinni síðan hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Portinu í Hafnarfirði árið 1993. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins.
Pétur Gautur byrjaði ungur að læra á krakkanámskeiðum í Myndlista- og handíðaskólanum. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund fór hann aftur í Myndlista- og handíðaskólann og lauk lokaprófi þaðan árið 1991. Þá lærði Pétur leikmyndagerð í gamla konunglega leiklistarskólanum Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn í Danmörku og las listasögu við Háskóla Íslands. Hann hefur verið atkvæðamikill kyrralífsmálari í yfir þrjátíu ár og verk hans eru landsmönnum vel kunn, en hann er helst þekktur fyrir uppstillingar sínar þar sem jafnan koma við sögu ávextir eða blóm.
Pétur Gautur hefur unnið af krafti að list sinni í yfir þrjátíu ár bæði á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur haldið á þriðja tug einkasýninga hérlendis og í Danmörku og Svíþjóð: Meðal annars tvær í Hafnarborg, Gerðarsafni í Kópavogi, Gallerí Fold, Gallerí Borg og í Kaupmannahöfn. Þá hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Verk eftir Pétur eru meðal annars í eigu Seðlabanka Íslands, Landsbanka Íslands, Arion-banka, Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, Eimskips og ÍSAL. Pétur Gautur opnaði einkasýningu í Hafnarborg á 34 ára afmælisdaginn sinn árið 2000 og aðra sýningu á fertugsafmælinu sínu sex árum síðar. Á sýningunni voru áður óbirt verk og bar sýningin yfirskriftina „Uppstillingar með skálum og fleira“ en „skálin“ hefur orðið að einskonar vörumerki Péturs til fjölda margra ára án þess að hann hafi ætlað sér það. Uppstillingar eru klassískt mótíf í listasögunni sem Pétur Gautur hefur kannað og leikið sér að í gegnum ferilinn. Skálin þróaðist frá því að Pétur var í abstraktinu þegar hann var að byrja og var mikið í hringlaga formum sem þróuðust smátt og smátt í þessa skál á dúkuðu borði og svo ávextir og slíkt. Pétur Gautur er vel þekktur fyrir þessar tímalausu kyrralífsmyndir sínar og ferskt litaval. Hann trúir á einfaldleikann og notar oft óhefðbundna, en vel valda liti í myndir sínar.
Pétur Gautur er með vinnustofu á horni Njálsgötu og Snorrabrautar í Reykjavík og þar hefur Pétur nóg pláss til að vinna með fimm metra lofthæð og hefur haldið þar litlar vinnustofusýningar. Vinnustofan er gjarnan galopin á Menningarnótt í Reykjavík með ný málverk á veggjum eftir húsráðandann og boðið uppá lifandi tónlist.
Pétur Gautur Svavarsson bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2023 með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra.
2022 –Björn Thoroddsen, gítarleikari
2021 – Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður
2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari
2019 – Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri
2018 – Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður
2017 – Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður
Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016
2014 – Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður
Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013
2009 – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona
2008 – Sigurður Sigurjónsson, leikari
2007 – Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður
2006 – Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona
2005 – Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður
Við val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar kallar menningar- og ferðamálanefnd eftir tilnefningum bæjarbúa og árlega berst mikill fjöldi þeirra enda hefur Hafnarförður stimplað sig inn sem vagga menningar og lista og er þekktur fyrir iðandi menningarlíf sem er drifið áfram af kraftmiklu listafólki þar sem einstaklingurinn sjálfur, framlag hans, sköpun og þátttaka spilar stærsta hlutverkið. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni.
Við óskum Pétri Gauti innilega til hamingju með titilinn með þökkum fyrir framlag í þágu menningarlífsins í Hafnarfirði!
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…