Plastaþon – hugmyndasmiðja um lausnir á plastvandanum

Fréttir

Umhverfisstofnun stendur fyrir Plastaþoni dagana 27. og 28. september næstkomandi. Plastaþon er hugmyndasmiðja fyrir þá sem brenna fyrir umhverfismálum og nýsköpun og er öllum velkomið að skrá sig til leiks. Þátttakendur mynda teymi og vinna saman að lausnum við þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir varðandi ofnotkun á plasti.

Umhverfisstofnun stendur fyrir Plastaþoni dagana 27. og 28. september næstkomandi. Plastaþon er hugmyndasmiðja fyrir þá sem brenna fyrir umhverfismálum og nýsköpun og er öllum velkomið að skrá sig til leiks. Þátttakendur mynda teymi og vinna saman að lausnum við þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir varðandi ofnotkun á plasti.

Á meðan Plastaþoninu stendur fá þátttakendur ýmsa fræðslu og tækifæri til að hitta fjölbreyttan hóp af fólki og skapa nýstárlegar lausnir undir handleiðslu sérfræðinga. Eitt teymi stendur uppi sem sigurvegari og fær að launum vegleg verðlaun. Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu og býður Umhverfisstofnun upp á veitingar á meðan Plastaþoninu stendur.

Plastaþon er hluti af NordMarPlastic sem er formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Fjölbreyttur hópur samstarfsaðila tekur þátt í viðburðinum ásamt Umhverfisstofnun, þar á meðal Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Plastlaus september, Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, Matís og IcelandicStartups.

 

Ábendingagátt