Pöntunarþjónusta Strætó í Hellnahraun

Fréttir

Frá og með 1. febrúar 2022 býður Strætó upp á pöntunarþjónustu í iðnaðarhverfið Hellnahrauni í Hafnarfirði. Ný leið númer 26 bætist við leiðakerfi Strætó og mun hún sérstaklega þjónusta þetta vinsæla og vaxandi iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Panta þarf ferð með a.m.k. 30 mínútna fyrirvara. 

Leið 26:
Ásvallalaug – Hellnahraun

Frá og með 1. febrúar
2022 býður Strætó upp á pöntunarþjónustu í iðnaðarhverfið Hellnahrauni í
Hafnarfirði. Ný leið númer 26 bætist við leiðakerfi Strætó og mun hún sérstaklega
þjónusta þetta vinsæla og vaxandi iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Fjöldi fyrirtækja
hefur verið að byggja upp starfsemi sína í hverfinu síðustu árin og fleiri stór
og smá fyrirtæki að bætast við á næstu vikum og mánuðum.

Panta þarf ferð með
a.m.k. 30 mínútna fyrirvara

Fyrirkomulagið er
með þeim hætti að leigubílar annast aksturinn og panta þarf ferð með a.m.k. 30
mínútna fyrirvara fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu með því að hringja í
Hreyfil í síma 588-5522. Í boði eru 5 ferðir á hálftíma fresti í hvora átt kl.
7-9 virka daga og 7 ferðir á hálftíma fresti kl. 15-18 virka daga. Eingöngu er
hægt að greiða fyrir ferðina um borð í leigubílnum með því að sýna Klapp kort,
KLAPP tíu eða fargjald í Strætó appi eða Klapp appi. Þessi nýja strætóleið númer
26 hefur upphafsstöð og endastöð við Ásvallalaug þar sem farþegar geta skipt í
og úr leið 1 og 19. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði aukin í hverfinu eftir
því sem eftirspurnin eykst.

Tímatafla leiðar 26 er aðgengileg á vef Strætó 

STR-Hellnahraun-1200x1200px

Hér má sjá hvar
stoppistöðvar eru staðsettar á leið 26 í Hellnahrauni 

Leiðakerfi Strætó í
stöðugri þróun og markmiðið að fjölga vistvænum ferðum

Leið 1 í
Hafnarfirði mun breytast i sumar. Endastöð leiðarinnar mun þannig færast frá
Hvannavöllum og verða við Nóntorg í Skarðshlíð. Með breytingunni mun aðgangur íbúar
í Skarðshlíð og Hamranesi að leið nr. 1 aukast
til muna en leið 1 er öflugasta leið Strætó í núverandi kerfi. Einnig er leið nr. 21 í Háholti skammt undan með nýju göngubrúnni sem þverar Reykjanesbrautina.

Ábendingagátt