Pride fáninn prýðir nú Linnetsstíginn

Fréttir

Listahópur vinnuskólans lauk við að mála pride fánann á Linnetsstíginn síðast liðinn föstudag og gerðu það með stakri prýði.

Pride fáninn prýðir nú Linnetsstíginn við Strandgötu

Það var listahópur Vinnuskólans sem sá um að mála verkið á Linnetsstígnum við Strandgötu og gerðu það með stakri prýði. Eftir vandaða vinnu lauk hópurinn verkinu í sólinni síðast liðinn föstudag, eins og má sjá á meðfylgjandi myndum.

Sköpunargleðin í hámarki

Í sumar eru níu ungmenni sem skipa listahópinn og er markmið þeirra að skapa og gleðja bæjarbúa með tónlist, dansi, spunaleikjum, listrænum gjörningum, skemmtiatriðum og svo lengi mætti telja.

Hér má fylgjast með listahópnum á Instagram í sumar!

Ábendingagátt