Ræddu ungmennastarf í ólíkum Evrópulöndum

Fréttir

Um 15 manna hópur, fólk sem starfar með ungmennum í Evrópu, heimsóttu Hafnarfjarðarbær í dag. Mikilvægt að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks.

Alþjóðleg samvinna í Hafnarfjarðarbæ

Um 15 manna hópur, fólk sem starfar með ungmennum í Evrópu, heimsóttu Hafnarfjarðarbær í dag. Starfsfólkið fræddust um ungmennastarf bæjarins um leið og það deildi frá störfum sínu. Fólkið gaf bæði og þáði ráð. Um er að ræða Erasmus verkefni.

Valdimar Víðisson bæjarstjóri stýrði för og þakkaði hópnum fyrir áhugann og komuna. Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri Frístundastarfs og forvarna, sagði frá ungmennastarfinu og forvörnunum. Þórunn Þórarinsdóttir, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og umsjónarmaður yfir ungmennaráði Hafnarfjarðar, sagði frá glænýju viðurkenningunni en Hafnarfjaðrarbær er nú barnvænt sveitafélag.

Skoðar höfuðborgarsvæðið

Erlendi hópurinn verður lengur og fer víðar um höfuðborgarsvæðið. Hann heimsækir meðal annars Nýsköpunarmiðstöðina við Lækinn. Ekki aðeins skoða þessir evrópsku starfsmenn ungmennastarf heldur kynnir sér einnig lýðræði og ungt fólk og hvernig best er að virkja það til þátttöku í samfélaginu.

Bæjarstjórinn kom einmitt inn á það í máli sínu. „Verkefnið sem þið vinnið að til að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks er mér mjög hugleikið. Áður en ég varð bæjarstjóri starfaði ég í 20 ár sem skólastjóri í grunnskóla. Á þessum árum sá ég á hverjum degi hversu mikilvægt það er að gefa ungu fólki rödd, hlusta á það og hvetja það til að taka þátt í að móta samfélag sitt. Ungt fólk er ekki bara framtíðin heldur mikilvægur hluti nútímans,“ sagði hann við hópinn.

Mikilvægt að miðla af reynslunni

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar segja mikilvægt að miðla af reynslu sinni og horfa á málið frá ólíkum sjónarhornum. Fólkið sé komið frá mörgum löndum; Danmörku, Noregi, Grikklandi og Þýskalandi. Mikilvægt að vera í svona samtali, grípa hugmyndir þeirra og heyra hvað þau eru að gera.“

Valdimar þakkaði hópnum fyrir komuna. „Ég trúi því að þessi samskipti okkar muni ekki aðeins leiða af sér góðar hugmyndir, heldur einnig ný tengsl og vináttu yfir landamæri,“ sagði hann.

„Ég óska ​​ykkur góðs fundar og ánægjulegra tíma í Hafnarfirði.“

 

Ábendingagátt