Undirritanir útboðssamninga

Fréttir

Þáttur ræstinga í útboðum sveitarfélagsins vegur hæst. Þar er að nást fram sparnaður upp á rúmar 89 milljónir króna í heild sem gera rúmar 356 milljónir á fjögurra ára samningstímabili

Undirskriftir í tengslum við nýja samninga vegna útboða á þjónustuþáttum Hafnarfjarðarbæjar halda áfram. Í síðustu viku var skrifað undir samning við Hópbíla vegna skólaaksturs og ISS vegna ræstinga og heimsendingar á mat til eldri borgara. 


IMG_8651

Hópur fulltrúa Hópbíla og Hafnarfjarðarbæjar við undirritun samnings um skólaakstur

Útboð í ræstingu er að skila sparnaði upp á rúmar 89 milljónir króna í heild sem gera rúmar 356 milljónir á fjögurra ára samningstímabili. Lægsta boð var frá ISS á Íslandi og var tilboð þeirra rúmum 8,6 milljónum króna lægra per mánuð en raunkostnaður var á nýliðnu ári. Í útboðinu voru teknir út dýrir óvissuþættir og verða þeir framkvæmdir með öðrum hætti, hætti sem kemur til með að lækka mánaðarlegan ábata verkefnis að einhverju leyti. “
Þessi samningur sem við vorum að undirrita við ISS endurspeglar mjög vel þann árangur sem hægt er að ná fram ef einkaframkvæmd er beitt rétt. Útboð eru af því góða og til þess fallin að halda öllum á tánum, ekki bara sveitarfélaginu heldur líka þeim þjónustufyrirtækjum sem eiga í hlut“ segir Haraldur L. Haraldsson við undirritun samninga. ISS reyndist líka með lægsta tilboð í mat fyrir aldraða. Sá liður hækkaði um 8% frá fyrri samningi. Sparnaður í skólaakstri hljóðar upp 2-4% eða rúma eina milljón króna og er það sama aðili og sinnt hefur skólaakstri til þessa – Hópbílar – sem reyndist vera með hagstæðasta tilboðið. Kostnaður við skólaakstur var ca. 56 milljónir fyrir árið 2014.

Á mynd í forgrunni fréttar má sjá fríðan hóp fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og ISS á Íslandi.

 

Ábendingagátt