Rafíþróttir í þínu nærumhverfi

Fréttir

Grunnskólinn NÚ – framsýn menntun er að láta til sín taka í rafíþróttastarfi hér á landi. Skólinn er að fara inn í sitt annað ár með rafíþróttabraut innan skólans. Framtakið er nýtt af nálinni fyrir grunnskóla og ánægjulegt að sjá rafíþróttir vaxa og dafna. NÚ leggur mikla áherslu á að hjálpa börnum og ungmennum að ná sínum markmiðum, bæði innan stafræns leikvallar og í raunheimum.

Rafíþróttabraut NÚ

Grunnskólinn NÚ – framsýn menntun er að láta til sín taka í rafíþróttastarfi hér á landi. Skólinn er að fara inn í sitt annað ár með rafíþróttabraut innan skólans. Framtakið er nýtt af nálinni fyrir grunnskóla og ánægjulegt að sjá rafíþróttir vaxa og dafna. NÚ leggur mikla áherslu á að hjálpa börnum og ungmennum að ná sínum markmiðum, bæði innan stafræns leikvallar og í raunheimum.

 

Rafíþróttaæfingar NÚ

NÚ býður einnig upp á almennar rafíþróttaæfingar fyrir börn og unglinga. Það rafíþróttastarf sem áður heyrði undir Hugaríþróttadeild Hauka heyrir framvegis undir NÚ. Fjölmörg námskeið eru í boði í vetur fyrir aldurshópinn 8-18 ára og nálgast má upplýsingar um námskeiðin á Sportabler undir rafíþróttir. Æfingarnar fara fram undir handleiðslu þjálfara sem eiga það öll sameiginlegt að búa yfir mikilli reynslu í fjölbreyttum leikjatitlum ásamt því að hafa þjálfað börn og ungmenni áður í rafíþróttastarfi. Yfirþjálfari deildarinnar er Arnar Hólm Einarsson fræðslustjóri rafíþróttasamtaka Íslands og umsjónarkennari rafíþróttabrautar NÚ.

 

Keppnislið í Overwatch og Counter Strike: Global Offensive

Í vetur teflir NÚ fram keppnisliðum (meistaraflokk) í leikjunum Overwatch og Counter Strike: Global Offensive og keppir þar í efstu deildum í sínum leikjatitlum. Það verður spennandi að fylgjast með starfinu hjá NÚ og tökum fagnandi á móti nýjum valmöguleikum í flóru hafnfirsks íþróttaskarfs. Íþróttastarf NÚ fer fram í húsnæði skólans að Reykjavíkurvegi 50.

Ljósmynd: mbl.is/Hákon Pálsson

Ábendingagátt