Rafmagnsleysi innan Hafnarfjarðar á sunnudag kl. 4

Fréttir

Aðfaranótt sunnudagsins 14.júlí kl.4 mun verða rafmagnsleysi á öllu veitusvæðinu innan Hafnarfjarðarbæjar og Garðabæjar. Þá munu HS Veitur gera nauðsynlegar rekstursbreytingar í dreifikerfinu. Áætlað er að rafmagn muni vera komið á alla notendur um klukkustund síðar eða um kl. 5.

Aðfaranótt sunnudagsins 14.júlí kl. 4 mun verða rafmagnsleysi á öllu veitusvæði HS Veitna innan Hafnarfjarðarbæjar og Garðabæjar. Þá munu HS Veitur gera nauðsynlegar rekstursbreytingar í dreifikerfinu. Áætlað er að rafmagn muni vera komið á alla notendur um klukkustund síðar eða um kl. 5.

Vegna vegaframkvæmda við Reykjanesbraut í Hafnarfirði lendir hluti 11 kV háspennustrengja HS Veitna í uppnámi. HS Veitur eru því að vinna að færslu á 11 kV háspennustrengjum sem notaðir eru til dreifingar raforku innan veitusvæðis HS Veitna í Hafnarfirði og hluta Garðarbæjar. 

Sjá nánar HÉR

Ábendingagátt