Raforkukaup 2020

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í raforku fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða alla raforkunotkun sveitarfélagsins og stofnana þess auk götulýsingar. Útboðið er auglýst á EES svæðinu.

Orkunotkunin er skráð á tvær kennitölur eða:

  • 590169-7579Hafnarfjarðarkaupstaður
  • 590169-5529Hafnarfjarðarhöfn

Notkunartölur eru frá 1. janúar til 31. desember 2019.

  • Á árinu 2019 var ársnotkunin u.þ.b. 14,5 GWh
  • Á árinu 2019 voru alls 207 orkumælar með 6,3 GWh ársnotkun
  • 20 fjarmældar veitur með 8,1 GWh ársnotkun

 

Útboðsgögn fást hjá umsjónarmanni samningsins, Helgu Stefánsdóttur (helgas@hafnarfjordur.is) eða umsjónarmanni útboðsins, Kolbrúnu Reinholdsdóttur (kolbrun.reinholdsdottir@efla.is). Tilboð skulu berast til umhverfis- og skipulagssviðs, Norðurhellu 2, fyrir kl. 13 þriðjudaginn 21. apríl 2020. 

Tilboð verða opnuð sama dag á sama stað kl. 13:05 að viðstöddum þeim er þess óska.

Ábendingagátt