Rafræn vöktun á helstu akstursleiðum

Fréttir

Hafnarfjarðarbær, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf. hafa gert með sér samkomulag um kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Kerfinu er einungis ætlað að þjóna þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila og fer um notkun þess og aðgang að gögnum úr kerfinu samkvæmt reglum lögreglu og Persónuverndar. 

Hafnarfjarðarbær, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og
Neyðarlínan ohf. hafa gert með sér samkomulag um kaup, uppsetningu og rekstur á
öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Kerfinu er einungis ætlað að þjóna
þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila og fer um notkun þess og aðgang að
gögnum úr kerfinu samkvæmt reglum lögreglu og Persónuverndar. Töluverð umræða
hefur verið um slíka vöktun og uppsetningu myndavéla í öryggisskyni bæði meðal
bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og meðal íbúa sem kallað hafa eftir aukinni
vöktun. Í samráði við Hafnarfjarðarbæ og Neyðarlínu hefur lögreglan ákveðið
staðsetningu vélanna.

„Það er ekki síst
forvarnargildið sem hafði úrslitaáhrif á ákvörðun um uppsetningu
öryggismyndavélakerfis hjá okkur í Hafnarfirði. Við erum með öryggismyndavélar
við stóran hluta af okkar skólum og stofnunum en með þessum vélum þá fæst
ákveðin samkeyrsla og flæði upplýsinga frá mörgum vélum í einu sem er til þess
fallið að auka enn frekar öryggið, stytta viðbragðstíma og lausn mála. Öryggismyndavélar
hafa fælingarmátt og er reyndin sú að tilvist þeirra dregur úr hvers kyns afbrotum
og er það líka von okkar að með snemmtækri íhlutun á þessu sviði og réttum
viðbrögðum þá megi snúa ungmennum og öðrum af villu síns vegar. Við viljum öll
búa við öryggi í okkar samfélagi“
segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
Hafnarfjarðar.

IMG_9724Fulltrúar lögreglu, Neyðarlínu og Hafnarfjarðarbæjar skrifuðu undir samkomulag um kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í vikunni. 

Lögreglan annast
rafræna vöktun

Samkomulagið hljóðar upp á það að Hafnarfjarðarbær kaupir
myndavélar, sér um uppsetningu þeirra og telst eigandi vélanna. Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu útvegar búnað vegna móttöku á merkjum úr öryggismyndvélum,
upptöku og annast vörslu á upptökum samkvæmt gildandi reglum og fyrirmælum
Persónuverndar. Lögreglan annast jafnframt vöktun á myndefninu og tekur
ákvörðun um aðgang annarra neyðaraðila að myndefni í rauntíma. Neyðarlínan ber
ábyrgð á öllum samskiptum og samningum við eigendur fasteigna vegna uppsetninga
á myndavélum á svæðinu ásamt því að
aðstoða við uppsetningu og viðhald á vélunum. Jafnframt ber Neyðarlína
ábyrgð á flutningi merkis frá hnútpunkti myndavéla inn að endabúnaði lögreglu. Mjög
strangar reglur gilda um hvað má gera við upptökur úr þessum vélum og þær má
einungis afhenda lögreglu eða að fengnu samþykki Persónuverndar. Lögreglan
hefur ekki beinan aðgang að efni úr öryggismyndavélum Hafnarfjarðarbæjar en
getur fengið upptökur úr vélunum ef grunur er um slys eða meint afbrot. 

Ábendingagátt