Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá árinu 1989. „Börnin elska hana,“ segir leikskólastjórinn og að ómetanlegt hafi verið að hafa hana.
„Já, auðvitað. Mér finnst þetta svo skemmtilegt. Annars væri ég ekki í þessu,“ segir Ragnhildur Sigmundsdóttir spurð hvort hún myndi velja aftur að vera leikólakennari fengi hún ferskt start nú þegar starfsferilinn er að enda. Hún hefur lokið störfum sem leikskólakennari eftir 51 ár í starfi.
„Ég hef oft hugsað; af hverju fór ég út í þetta?“ Það bauðst henni þegar hún kom suður ekki orðin átján ára og hóf störf á leikskóla 1. febrúar 1973. Ragnhildur hefur unnið á leikskólanum Hvammi síðasta 21 árið og í Hafnarfirði allt frá árinu 1989. „Fyrstu 10 árin á Hjalla.“
En hvernig er að vera leikskólakennari? „Eins og hver önnur vinna,“ segir hún og hlær og lýsir leikskólanáminu sem hún fór í í Danmörku. „Þegar ég útskrifaðist þar árið 1981 var verið að tala um það að starfsaldur leikskólakennara í Danmörku væri 8 ár. Mér finnst ég búin aldeilis að standa mig,“ segir hún og hlær. Þar hafi verið rætt hvernig heyrnin skertist og fólk glímdi við bakkvilla.
„Mér fannst nöturlegt að hugsa til þess að fólk væri að mennta sig í þrjú ár til að vinna í átta. Og það var meðaltalið og því einhverjir hættir fyrr.“
Ásta María Björnsdóttir leikskólastjóri fagnar því að hafa haft Ragnhildi í vinnu. „Það er mikið afrek að vera svona lengi á gólfinu í leikskóla,“ segir hún. „Það er ómetanlegt að hafa haft hana.“ Hún lýsir því hvernig Ragnhildur hafi haldið íslenskunni að börnunum og verið vinsæl. Það mátti sjá þennan dag þegar hún las fyrir börnin og þau sátu áhugasöm og kyrr yfir lestrinum.
En hefur leikskólastarfið ekki breyst mikið í 50 ár? „Að sjálfsögðu,“ svarar Ragnhildur. „Þegar ég byrjaði að vinna í leikskóla var enginn í heilsdagsvistun nema fyrir börn sem áttu einstæða foreldra eða að þeir væru skólafólk.“ Leikskólinn hafi verið opinn frá 6.30-19.30.
„En svo var það þannig að þegar börnin urðu sex ára urðu þau að hætta. Sama þótt það væri í janúar og langt í næstu skólaönn,“ lýsir hún. „Mér fannst það óréttlátt og var áhyggjufull.“
Ragnhildur býr í Hafnarfirði og á eina dóttur sem vann um tíma í leikskólanum á námsárunum. Hún er frá Látrum í Ísafjarðardjúpi. Elst sex systkina sem fæddust með stuttu millibili. „Ég fór svo má segja af heiman 10 ára. Þá þurfti ég að fara í skóla á Reykjanesi. Þar var ég heilan mánuð í senn. Þar var ekki kvikindi sem sagði manni til, maður átti að hugsa um sig sjálfur,“ lýsir Ragnhildur. Sautján ár skilja hana og móður hennar af í aldri.
„Mamma hafði verði í þessum skóla og hún var að segja mér frá því að þegar hún var þar var fullorðinn sem spilaði við þau á kvöldin. Við sáum ekki fullorðinn,“ lýsir Ragnhildur.
„Sá sem kenndi mér öll þessi þrjú ár í barnaskóla hafði orðið gagnfræðingur í Reykjanesi árinu áður en hann byrjaði að kenna þar,“ lýsir hún. „Það er Skarphéðinn sem tók svo við löngu seinna. Hann var flottur og flottur við okkur og það einasta aðhald sem við höfðum,“ lýsir Ragnhildur 18-19 ára kennaranum.
Ragnhildur sér fram á ljúfa daga. „Ég ætla að njóta lífsins,“ segir hún. „Það er nóg að gera. Til að byrja með eru það göngutúrar og fínerí. Hafa tíma til þess að fara á hverjum degi sem er. Það verður skemmtilegt. Svo sé ég fram á góða tíma að þurfa ekki að láta klukkuna stjórna mér. Það er góð tilhugsun.“
En mun hún sakna barnanna? „Auðvitað. Og að koma hér inn í húsið. Það hefur verið svo skrýtið að þegar ég kem hér inn tekur húsið á móti manni. Það er alltaf gott að koma hingað. Svoleiðis hefur það alltaf verið.“
Ragga – Innilegar þakkir fyrir árin öll.
„Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var krakki,“ segir Knútur Hreiðarsson matreiðslumaður sem hefur ásamt eigendum Sydhavn blásið…
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.