Rammíslenskur matarvagn í anda torfbæja

Fréttir Jólabærinn

„Við elskum að vera hér í Hafnarfirði og hlökkum mikið til að kynnast fleirum við opnun Jólaþorpsins. Já, viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Michal Mazur sem rekur Turf
House matarvagninn við Thorsplan ásamt Kacper Bienkowski.

Torfbæjarmatarvagninn Turf House á Thorsplani

„Við elskum að vera hér í Hafnarfirði og hlökkum mikið til að kynnast fleirum við opnun Jólaþorpsins. Já, viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Michal Mazur sem rekur Turf
House matarvagninn við Thorsplan ásamt Kacper Bienkowski.

Þeir Michal og Kacper hafa skapað sér sérstöðu, vagninn minnir á torfbæ og maturinn rammíslenskur; lambaborgari, kjötsúpa og ein ljúffengasta sjávarréttasúpa landsins nú í jólaösinni. Svo bætast frægu gellurnar þeirra aftur á matseðilinn eftir jólaösina. Hugsað er um upplifunina.

„Lambaborgarinn minnir á hraun og mosa og bragðið gott,“ segir Michal. Þeir létu drauminn rætast. Michal hannaði húsið og smíðaði utan um vagninn enda verkfræðingur. Kacper lærður kokkur. Saman hafa þeir unnið víða á matsölustöðum við góðan orðstír, meðal annars á Marriott hótelinu á Suðurnesjum. Upplifunin skipti þá máli.

„Mig langaði alltaf að vera með eigin rekstur,“ segir Michal sem sannfærði vin sinn um að taka stökkið. Michal, sem er frá Wroclaw í Póllandi, kemur ekki kaldur að rekstri matarvagns því á skólaárunum gerði hann einnig út matarvagn í heimalandinu. Draumurinn er að vögnunum fjölgi, jafnvel að opna veitingastað í Firði.

„Við erum virkilega ánægðir með viðtökurnar,“ segir hann að lokum.

Efsta mynd/Óli Már. Fjórar sem fylgja/Natalia Kubiak

Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:

Nálgast má jólablaðið á öllum okkar söfnum og sundlaugum? Líka í þjónustuveri.

Ábendingagátt