Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Verkefnið Römpum upp Ísland er mætt til Hafnarfjarðar og tveir rampar hafa að jafnaði verið settir upp á dag í hjarta Hafnarfjarðar síðustu daga. Rampur nr. 50 var settur upp við Ísbúð Vesturbæjar við Fjarðargötu í Hafnarfirði í dag og þótti viðeigandi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar til að vígja rampinn formlega. Ísbúð er frábært dæmi um fjölsóttan og vinsælan viðkomustað barna og ungmenna og fjölskyldunnar allrar. Breyting á hæð og halla við inngang í ísbúð var ekki umfangsmikil en áhrif á aðgengi mikil.
Römpum upp Ísland komið til Hafnarfjarðar
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Ágúst Bjarni Garðarsson stjórnarmaður í Römpum upp Ísland sögð nokkur vel valin orð í upphafi opnunar. Hér með þeim Haraldi Þorleifssyni hvatamanni verkefnis, Vilhjálmi Haukssyni sem sá um að klippa á borða og Ingu Björk Ingadóttur tónlistarkonu og músíkmeðferðarfræðingi hjá Hljómu.
Vilhjálmur Hauksson tók að sér formlega opnun á rampi nr. 50. Vilhjálmur eða Villi er 13 ára nemandi í Setbergsskóla.
„Við höfum beðið spennt eftir komu verkefnisins til Hafnarfjarðar og starfsfólk bæjarins lagt sig fram við að greiða götu þess. Þetta framtak er til fyrirmyndar og framkvæmdin bæði vitundarvakning og hvetjandi fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki. Þetta snýst allt um að hver og einn yfirfari sín aðgengismál og tryggi gott aðgengi. Við hjá Hafnarfjarðarbær erum markvisst að fara yfir aðgengi að öllum okkar stofnunum því við viljum sannarlega að allir, óháð líkamlegri getu og hreyfifærni, geti sótt sér þá þjónustu sem viðkomandi óskar sér,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Römpum upp Ísland hefur það að markmiði að koma upp þúsund nýjum römpum um allt Ísland á næstu fjórum árum. Þar af verða a.m.k. 80 rampar settir upp í Hafnarfirði. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins.
Vilhjálmur Hauksson tók að sér formlega opnun á rampi nr. 50. Vilhjálmur eða Villi er 13 ára nemandi í Setbergsskóla í Hafnarfirði sem sjálfur er í hjólastól og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, látið vel til sín taka í tillögum og umræðu um mannréttindi, skólamál, umhverfismál og aðgengismál. Bæði einn og sjálfur og sem fulltrúi úr ráðgjafahópi umboðsmanns barna. Villi er öflugur fulltrúi ungu kynslóðarinnar og hefur þessi litla breyting sem gerð var á aðkomu og inngangi ísbúðar mikil áhrif á aðgengi Villa og annarra þeirra sem búa við hverskyns hreyfihömlun.
Villi með móður sinni Kolbrúnu Benediktsdóttur.
Búið er í fyrsta fasa að marka 30 staði í miðbæ Hafnarfjarðar og til stendur að leggja í það minnsta 80 rampa í Hafnarfirði á næstu misserum. Ákveðið var að leggja áherslu á minni og stærri framkvæmdir við inngang þjónustuaðila, kaffihúsa, verslana og veitingastaða í hjarta Hafnarfjarðar til að byrja með og rampa upp þá staði þar sem mannlífið er mikið og áhrifin þar með mest. Römpum upp Ísland verkefnið hefur þann mikilvæga tilgang að greiða aðgengi hreyfihamlaðra og stuðlar verkefnið að auknu jafnrétti allra og frelsi til almennrar þátttöku í samfélaginu. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Styrktaraðilar eru Ueno, innviðaráðuneytið, jöfnunarsjóður sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, BM Vallá, Davíð Helgason, Össur, InfoCapital, Brandenburg, Efla, Aton.JL, Deloitte, LEX, Gæðaendurskoðun ehf., ÖBÍ og Sjálfsbjörg.
Allar upplýsingar um verkefnið á rampur.is
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…