Rampur nr. 50 settur upp í Hafnarfirði

Fréttir

Verkefnið Römpum upp Ísland er mætt til Hafnarfjarðar og tveir rampar hafa að jafnaði verið settir upp á dag í hjarta Hafnarfjarðar síðustu daga. Rampur nr. 50 var settur upp við Ísbúð Vesturbæjar við Fjarðargötu í Hafnarfirði í dag og þótti viðeigandi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar til að vígja rampinn formlega. Ísbúð er frábært dæmi um fjölsóttan og vinsælan viðkomustað barna og ungmenna og fjölskyldunnar allrar. Breyting á hæð og halla við inngang í ísbúð var ekki umfangsmikil en áhrif á aðgengi mikil.

Fjölsóttur og vinsæll viðkomustaður allrar fjölskyldunnar

Verkefnið Römpum upp Ísland er mætt til Hafnarfjarðar og tveir rampar hafa að jafnaði verið settir upp á dag í hjarta Hafnarfjarðar síðustu daga. Rampur nr. 50 var settur upp við Ísbúð Vesturbæjar við Fjarðargötu í Hafnarfirði í dag og þótti viðeigandi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar til að vígja rampinn formlega. Ísbúð er frábært dæmi um fjölsóttan og vinsælan viðkomustað barna og ungmenna og fjölskyldunnar allrar. Breyting á hæð og halla við inngang í ísbúð var ekki umfangsmikil en áhrif á aðgengi mikil.

Römpum upp Ísland komið til Hafnarfjarðar 

IMG_5254

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Ágúst Bjarni Garðarsson stjórnarmaður í Römpum upp Ísland sögð nokkur vel valin orð í upphafi opnunar. Hér með þeim Haraldi Þorleifssyni hvatamanni verkefnis, Vilhjálmi Haukssyni sem sá um að klippa á borða og Ingu Björk Ingadóttur tónlistarkonu og músíkmeðferðarfræðingi hjá Hljómu.   

IMG_5274Vilhjálmur Hauksson tók að sér formlega opnun á rampi nr. 50. Vilhjálmur eða Villi er 13 ára nemandi í Setbergsskóla.

„Við höfum beðið spennt eftir komu verkefnisins til Hafnarfjarðar og starfsfólk bæjarins lagt sig fram við að greiða götu þess. Þetta framtak er til fyrirmyndar og framkvæmdin bæði vitundarvakning og hvetjandi fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki. Þetta snýst allt um að hver og einn yfirfari sín aðgengismál og tryggi gott aðgengi. Við hjá Hafnarfjarðarbær erum markvisst að fara yfir aðgengi að öllum okkar stofnunum því við viljum sannarlega að allir, óháð líkamlegri getu og hreyfifærni, geti sótt sér þá þjónustu sem viðkomandi óskar sér,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Römpum upp Ísland hefur það að markmiði að koma upp þúsund nýjum römpum um allt Ísland á næstu fjórum árum. Þar af verða a.m.k. 80 rampar settir upp í Hafnarfirði. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins.

Villi opnar ramp nr. 50

Vilhjálmur Hauksson tók að sér formlega opnun á rampi nr. 50. Vilhjálmur eða Villi er 13 ára nemandi í Setbergsskóla í Hafnarfirði sem sjálfur er í hjólastól og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, látið vel til sín taka í tillögum og umræðu um mannréttindi, skólamál, umhverfismál og aðgengismál. Bæði einn og sjálfur og sem fulltrúi úr ráðgjafahópi umboðsmanns barna. Villi er öflugur fulltrúi ungu kynslóðarinnar og hefur þessi litla breyting sem gerð var á aðkomu og inngangi ísbúðar mikil áhrif á aðgengi Villa og annarra þeirra sem búa við hverskyns hreyfihömlun.

IMG_5225_1656594372901

Villi með móður sinni Kolbrúnu Benediktsdóttur.  

Áhersla lögð á staði þar sem mannlíf er mikið og áhrifin mikil

Búið er í fyrsta fasa að marka 30 staði í miðbæ Hafnarfjarðar og til stendur að leggja í það minnsta 80 rampa í Hafnarfirði á næstu misserum. Ákveðið var að leggja áherslu á minni og stærri framkvæmdir við inngang þjónustuaðila, kaffihúsa, verslana og veitingastaða í hjarta Hafnarfjarðar til að byrja með og rampa upp þá staði þar sem mannlífið er mikið og áhrifin þar með mest. Römpum upp Ísland verkefnið hefur þann mikilvæga tilgang að greiða aðgengi hreyfihamlaðra og stuðlar verkefnið að auknu jafnrétti allra og frelsi til almennrar þátttöku í samfélaginu. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Styrktaraðilar eru Ueno, innviðaráðuneytið, jöfnunarsjóður sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, BM Vallá, Davíð Helgason, Össur, InfoCapital, Brandenburg, Efla, Aton.JL, Deloitte, LEX, Gæðaendurskoðun ehf., ÖBÍ og Sjálfsbjörg.

Allar upplýsingar um verkefnið á rampur.is

Ábendingagátt