Ratleikurinn 2023 er hafinn!

Fréttir

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 26. sinn. Markmið þessa vinsæla ratleiks er að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar til að njóta útivistar og náttúru. Lögð eru 27 merki vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og jafnvel inn í nágrannasveitarfélögin.

Tilvalinn fjölskylduleikur í heilsubænum Hafnarfirði

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 26. sinn. Markmið þessa vinsæla ratleiks er að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar til að njóta útivistar og náttúru. Það skemmtilega við ratleikinn er að hann hentar öllum aldurshópum og er tilvalinn fjölskylduleikur. Ratleikur Hafnarfjarðar stendur yfir frá júní til september ár hvert, í ár til 26. september. Lögð eru 27 merki vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og jafnvel inn í nágrannasveitarfélögin.

Fróðleiksmolar með hverju merki

Fyrir hvern ratleiksstað eru fróðleiksmolar á kortinu og enn ítarlegri á vefsíðu leiksins þar sem enn fremur má sjá mynd af ratleiksstaðnum auk þess sem staðurinn er sýndur á korti. Þátttakendur fá frítt vandað ratleikskort og leita að 27 ratleiksmerkjum. Sum merkjanna eru stutt frá bænum og önnur aðeins lengra. Guðni Gíslason leggur leikinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur út leikinn í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaði sem fyrr við val á ratleiksstöðum og ritaði fróðleiksmola en hann er manna kunnugastur á Reykjanesskaganum og heldur úti fróðleikssíðunni ferlir.is. Ratleikskortin má meðal annars nálgast á Bókasafni Hafnarfjarðar, Ráðhúsi Hafnarfjarðar, Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug, Sundhöll Hafnarfjarðar, á Ásvöllum, N1 Lækjargötu og Fjarðarkaupum.

Allar nánari upplýsingar á vef ratleiksins

Ábendingagátt