Ratleikur Hafnarfjarðar 2024 er hafinn!

Fréttir

Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn í 27. sinn. Markmið þessa vinsæla leiks er að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar til að njóta útivistar og náttúru. Lögð eru 27 merki vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar.

Tilvalinn fyrir fjölskyldur í heilsubænum Hafnarfirði

Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn í 27. sinn. Þemað í ár er spennandi; þjóðsögur og ævintýri. Markmið þessa vinsæla ratleiks er að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar til að njóta útivistar og náttúru. Lögð eru 27 merki vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar. Ratleikur Hafnarfjarðar stendur yfir frá júní til september hvert ár, nú til 24. september.

Hönn­unar­húsið ehf. gefur leikinn út í samstarfi við heilsu­bæinn Hafnarfjörð og hefur gert allt frá árinu 2006. Guðni Gíslason, eigandi Hönnunar­hússins og skáti, lagði nú leikinn í 17. sinn en leikurinn er, eins og fyrr segir, að koma út í 27. sinn. Segja má að 27 sé svolítið einkennistala leiksins í ár, því ratleiksmerkin eru 27 að vanda og staðsett víðs vegar í bæjarlandinu og lekurinn nú í 27. sinn! Eins og segir á vef ratleiksins hefur Ómar Smári Ármannsson, fornleifa­fræðingur, tekið  skemmtilegt efni saman um hvern og einn ratleiksstaðinn. Ratleikurinn er því hressilegur sagnaleikur í ár og myrkfælnir hvattir til að klára leikinn áður en fer að dimma í haust!

Frítt ratleikskort

Ratleikskortin má fá án endurgjalds. Þau eru meðal annars á eftirtöldum stöðum:

  • Fjarðarkaupum
  • Bókasafni Hafnarfjarðar
  • Ráðhúsinu
  • Bensínstöðvum N1
  • Suðurbæjarlaug
  • Ásvallalaug
  • Sundhöll Hafnarfjarðar

Nánari upplýsingar um ratleikinn hér.

Sjáðu staðina 27 hér.

Ábendingagátt