Rekstur veitingasölu

Fréttir

Óskað er eftir aðila til að taka að sér veitingarekstur í Hafnarborg. Skemmtilegir möguleikar í boði fyrir réttan aðila

Óskað er eftir aðila til að taka að sér veitingarekstur í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar að Strandgötu 34.

Kaffistofan býður upp á ýmsa möguleika, er öllum opin en fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta við gesti Hafnarborgar. Góð aðstaða til framreiðslu á kaffiveitingum og léttum málsverðum. Opnunartími tengist a.m.k. opnunartíma Hafnarborgar. Einnig velkomið að hafa opið á öðrum tímum.

KYNNINGARFUNDUR fyrir áhugasama verður haldinn í Hafnarborg fimmtudaginn 28. janúar kl. 13:00.

Gert er ráð fyrir að nýr rekstraraðili taki til starfa sem fyrst.

 Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður Hafnarborgar, Ágústa Kristófersdóttir, í síma 585-5790. Hægt er að senda tillögur á netfangið:
hafnarborg@hafnarfjordur.is fyrir 15. febrúar. Ákvörðun um val liggur fyrir í mars. 

Ábendingagátt