Reykjanesbraut – íbúafundur

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar boðar til íbúafundar um samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20 í Bæjarbíói.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar boðar til íbúafundar um samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20 í Bæjarbíói.

Fundinum verður streymt beint á netsamfelag.is – nánari slóð kemur þegar nær dregur fundi

Mikil uppsöfnuð þörf er á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut veldur mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndast á álagstímum. Gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu eru með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafa orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum sínum án þess að þurfa að leggja sig daglega í stórhættu. Þá fagna Hafnfirðingar því að framkvæmdir séu við gerð mislægra gatnamóta Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar sem ætti að vera fyrsta skrefið til úrbóta í samgöngumálum innan Hafnarfjarðar.

 Dagskrá:

  •  Setning – Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði
  • Núverandi skipulag – væntanlegt skipulag – Þormóður Sveinsson, skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar
  • Ófremdarástand – Hrafnhildur R. Halldórsdóttir, íbúi í Setbergi
  • „Ég dó næstum“ – Sindri Blær Gunnarsson, nemi í Flensborg sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut
  • Ákjósanlegar lausnir – Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan
  • Sjónarhorn Vegagerðarinnar – Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri
  • Áætlanir stjórnvalda – Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

 

Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Hlynur Sigurðsson fjölmiðlamaður 

Ábendingagátt