Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Vörumerkið Reykjavík Loves verður notað til að markaðssetja höfuðborgarsvæðið í heild til erlendra ferðamanna. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður í dag.
Vörumerkið Reykjavík Loves verður notað til að markaðssetja höfuðborgarsvæðið í heild til erlendra ferðamanna samkvæmt samstarfssamningi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þau Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi, Haraldur L. Haraldsson í Hafnarfirði, Gunnar Einarsson í Garðabæ, Haraldur Sverrisson í Mosfellsbæ og Ásgerður Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi skrifuðu undir í dag.
Samningurinn felur í sér samstarf sveitarfélaganna á vettvangi markaðsmála, viðburða og upplýsingamála í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samstarfsins er að vinna að því að ferðamenn dreifist meira um höfuðborgarsvæðið, verji þar meiri tíma og nýti betur afþreyingu og þjónustu á svæðinu í heild. Í samningnum kemur m.a. fram að vörumerkið Reykjavík sé þekkt og með samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undir sameiginlegu vörumerki Reykjavík Loves megi efla svæðið enn frekar sem eftirsóknarverðan áfangastað fyrir erlenda ferðamenn. Höfuðborgarstofa ber ábyrgð á framkvæmd þeirra verkefna sem tilgreind eru í samstarfinu. Allir samstarfsaðilar eiga fulltrúa í samstarfsnefnd verkefnisins en hlutverk samstarfsnefndarinnar er að afgreiða fjárhagsáætlun vegna samstarfsins, meta framgang þess og standa vörð um að unnið sé í samræmi við markmið samningsins.
Verkefnið er hluti af sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins sem haldið er utan um og stýrt af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Verkefnið byggir á eldra samstarfi sveitarfélaganna frá árinu 2005 um markaðsstarf, viðburði og upplýsingamiðlun til erlendra ferðamanna. Það samstarf var eflt til muna árið 2013 á vettvangi SSH þegar ákveðið var að kynna höfuðborgarsvæðið í heild undir vörumerkinu Reykjavík. Auðkenni fyrir höfuðborgarsvæðið sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn var síðan kynnt í október 2014 undir merkjum Reykjavík Loves. Aukið samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum hefur nú þegar skilað sér í gerð sameiginlegs kynningarefnis s.s. þemabæklinga undir merkjum Reykjavík Loves þar sem sundlaugar, söfn og hjólastígar á höfuðborgarsvæðinu eru kynnt sérstaklega fyrir erlendum ferðamönnum. Samningurinn sem undirritaður var á Höfuðborgarstofu í dag gildir til 31. desember 2018.Í tilefni af undirritun samningsins sögðu borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi:
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri: „Gott samstarf á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er mikilvægt og við eigum öll mikil tækifæri í sameiginlegri markaðssetningu. Þessi samningur endurspeglar að samstarf sveitarfélaganna hefur sjaldan verið betra en nú og auðvitað eru það umtalsverð tímamót að sveitarfélögin hafa sameinast um að markaðsetja höfuðborgarsvæðið í heild undir nafninu Reykjavík. “
Ármann Kr. Einarsson bæjarstjóri í Kópavogi: „Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna kallar á aukið markaðsstarf til að kynna afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu öllu. Því fagna ég auknu samstarfi milli sveitarfélaganna í markaðsmálum, við njótum öll góðs af því.“
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði: „Við fögnum auknu og samræmdu samstarfi á þessu sviði og munum taka vel á móti vaxandi fjölda ferðamanna. Tækifærin á svæðinu eru mikil og allir innviðir til staðar.“
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ: „Ég hef miklar væntingar til þess að öflugt samstarf sveitarfélaganna verði til að styrkja þau öll og geri þá fjölbreyttu menningu og afþreyingu sem er í boði á höfuðborgarsvæðinu aðgengilegri fyrir ferðamenn.“
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ: „Ég hef mikla trú á því að höfuðborgarsvæðið nái markmiðum sínum í málefnum er varða ferðaþjónustuna með því að sameina krafta sína eins og gert er með þessu samkomulagi.“
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi: „Seltjarnarnesbær lýsir yfir mikilli ánægju með samstarfið við nágrannasveitarfélögin og hefur þegar sett af stað nefnd sem ætlað er að móta stefnu sveitarfélagsins gagnvart ferðaþjónustunni.“
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.