Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Viðræður hafa staðið yfir síðustu mánuði milli Hafnarfjarðarbæjar og velferðarráðuneytis eftir að sveitarfélagið fór þess á leit við ráðuneytið að samningur frá 2010 um uppbyggingu og rekstur á 60 rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði skv. svokallaðri leiguleið yrði endurskoðaður. Samkomulag hefur nú náðst um breytingar á ákvæðum í eldri samningi hvað varðar leiguverð, fjármögnun, tækjakaup og rekstur.
Ríkissjóður ábyrgist rekstur hjúkrunarheimilis
Viðræður hafa staðið yfir síðustu mánuði milli Hafnarfjarðarbæjar og velferðarráðuneytis eftir að sveitarfélagið fór þess á leit við ráðuneytið að samningur frá 2010 um uppbyggingu og rekstur á 60 rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði skv. svokallaðri leiguleið yrði endurskoðaður. Samkomulag hefur nú náðst um breytingar á ákvæðum í eldri samningi hvað varðar leiguverð, fjármögnun, tækjakaup og rekstur. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag nýjan samning.
Á síðasta ári óskaði Hafnarfjarðarbær eftir endurskoðun á samningi við velferðarráðuneytið frá maí 2010 um hönnun og byggingu hjúkrunarheimilis og leigu til ríkissjóðs. Til stóð að hjúkrunarheimilið yrði tilbúið haustið 2012 en þær fyrirætlanir náðu ekki fram að ganga og hafa rekstrarforsendur og áhrifaþættir breyst nokkuð síðan þá. Í ljósi þess var ákveðið að fara fram á endurskoðun ákvæða í samningnum sem snúa að leiguverði, fjármögnun, tækjakaupum og rekstri. Samkvæmt eldri samningi var leiguverð til ríkissjóðs tilgreint sem föst fjárhæð á fermetra sem ekki breyttist fyrr en hjúkrunarheimilið yrði fullbyggt og rekstur þess hafinn. Síðan átti leiguverð að breytast hlutfallslega í samræmi við vísitölu neysluverðs. Nokkur tími fór í að ná niðurstöðu um það leiguverð sem Hafnarfjarðarbær fær vegna leigu á húsnæðinu til ríkissjóðs. Niðurstaðan varð leiðrétting á leiguverði til hækkunar eða um 26,5% frá upphaflegum samningi. Hækkun er m.a. vegna hækkunar verðlags og breytinga á byggingareglugerð til kostnaðarauka.
Endurskoðun á samningi leiðir af sér ábata fyrir sveitarfélagið
Sveitarfélög hafa um árabil tekið að sér að reka hjúkrunarheimili fyrir ríkissjóð og mörg með töluverðum halla. Með hliðsjón af því var óskað eftir breytingum á ákvæðum samningsins þannig að tryggt væri að Hafnarfjarðarbær þurfi ekki að bera beinan kostnað vegna reksturs heimilisins. Nýr samningur gerir ráð fyrir að ríkissjóður ábyrgist reksturinn en ekki bærinn. Eldri samningur gerði jafnframt ráð fyrir að bygging hjúkrunarheimilis yrði fjármögnuð með framkvæmda- og langtímaláni frá Íbúðalánasjóði. Reynslan sýnir hins vegar að flest, ef ekki öll, sveitarfélögin sem byggt hafa skv. svokallaðri leiguleið hafa átt möguleika á að fá lán á betri kjörum en þeim sem Íbúðalánasjóður býður. Hafa sveitarfélögin nýtt sér það en um það hefur þurft að semja sérstaklega. Ákvæði í nýjum samningi heimila Hafnarfjarðarbæ hins vegar að fjármagna byggingu á annan hátt og þarf sveitarfélagið einungis að sýna fram á tryggt fjármagn fyrir framkvæmdum. Í samningnum frá 2010 var jafnframt gert ráð fyrir sérstöku samkomulagi um kaup á lausum tækjabúnaði fyrir hjúkrunarheimilið þar sem sveitarfélagið ætti að greiða 15% af þeim kostnaði. Þessi kostnaður var óþekkt stærð í eldri samningi en með breytingunni eru búnaðarkaup fyrirfram ákveðin og þar með heildarverðið og því ekki gert ráð fyrir að samið verði um kaup á búnaði og tækjum eftir á.
Ráðgert er að nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang í Hafnarfirði verði tilbúið vorið 2018 og er það nú í hönnunarferli. Hugmyndir bæjaryfirvalda eru að tengja nýbygginguna við Sólvang og nýta þannig eldri byggingu áfram sem hjúkrunarheimili og að hluta sem þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. Til þess að af því geti orðið þarf að ná samkomulagi við ríkissjóð um 20 hjúkrunarrými til viðbótar í Hafnarfirði. Viðræður varðandi fjölgun rýma standa enn yfir en ljóst er að mikil þörf er á fleiri hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu og myndi þessi aukning koma til móts við þær þarfir.
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…