Römpum upp Ísland mætt til Hafnarfjarðar

Fréttir

Verkefni “Römpum upp Ísland” hófst handa við að rampa upp Hafnarfjörð í dag. Búið er í fyrsta fasa að marka 28 staði í miðbæ Hafnarfjarðar og gera forsvarmenn verkefnis ráð fyrir að leggja ramp nr. 50 í hjarta Hafnarfjarðar strax í næstu viku. 

Rampur nr. 41
lagður í Hafnarfirði í dag – að minnsta kosti tveir rampar á dag

Verkefnið Römpum upp Ísland hófst handa við að rampa upp Hafnarfjörð í dag. Búið er í fyrsta fasa
að marka 28 staði í miðbæ Hafnarfjarðar og gera forsvarmenn verkefnis ráð fyrir
að leggja ramp nr. 50 í hjarta Hafnarfjarðar strax í næstu viku. Líklega verða
ramparnir fleiri og er viðmiðið að rampa upp þá staði þar sem mannlífið er mikið
og áhrifin mest. Römpum upp Ísland verkefnið hefur þann mikilvæga tilgang að greiða
aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslunum og veitingahúsum á Íslandi. Verkefnið
stuðlar að auknu jafnrétti allra og frelsi til sækja þátttöku, þjónustu og afþreyingu.

IMG_5175

Bætt umhverfi og
betra aðgengi

Römpum
upp Ísland starfar með það að markmiði að koma upp þúsund nýjum römpum um allt
Ísland á næstu fjórum árum og gera þúsund veitingastaði og verslanir í
einkaeigu, þar sem aðgengi er ábótavant, aðgengilegar hreyfihömluðum fyrir 10.
mars 2026 í góðri samvinnu við sveitarfélög, húseigendur og íbúa. Haraldur
Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er
hvatamaður verkefnisins. Hafnarfjarðarbær fagnar framtakinu og komu
verkefnisins til bæjarins og mun leggja sitt að mörkum við að greiða leið þess
í sveitarfélaginu. Aðgengi getur verið takmarkandi fyrir hreyfihamlaða og oft hægt að bæta aðgengi til muna með tiltölulega einfaldri framkvæmd.  

Ábendingagátt