Rósa Guðbjartsdóttir nýr bæjarstjóri

Fréttir

Rósa er alkunn bæjarmálunum í Hafnarfirði en hún tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir tólf árum, eða árið 2006 og var á síðasta kjörtímabili formaður bæjarráðs og fræðsluráðs.  

Rósa Guðbjartsdóttir tók við sem bæjarstjóri í Hafnarfirði fimmtudaginn síðast liðinn  og hefur síðustu daga verið að koma sér inn í starfið og verið að heimsækja stærstu starfstöðvar bæjarins og hitta þar samstarfsfólk sitt. Rósa er alkunn bæjarmálunum í Hafnarfirði en hún tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir tólf árum, eða árið 2006 og var á síðasta kjörtímabili formaður bæjarráðs og fræðsluráðs.  

Í morgun heimsótti hún stjórnendur og starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar á Norðurhellu. 

Rósa er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og starfaði um árabil við blaða-og fréttamennsku, lengst af sem fréttamaður á fréttastofu á Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Rósa hefur einnig verið ötull rithöfundur og ritstjóri hjá Bókafélaginu. 

Hún var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2007 til 2009 og sat um nokkurra mánaða skeið á Alþingi. Rósa hefur tekið virkan þátt í störfum innan íþróttahreyfingarinnar og er í fagráði Velferðarsjóðs barna.

Hún var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna á árunum 2001-2006 og hefur verið formaður stjórnar félagsins síðastliðin tíu ár.  

Rósa er uppalin í Norðurbænum í Hafnarfirði og er stúdent frá Flensborgarskólanum. Hún er gift Jónasi Sigurgeirssyni og eiga þau fjögur börn. 

Ábendingagátt