Röskun á sorphirðu í sumum hverfum

Fréttir

Íbúar í sumum hverfum hafa ekki farið varhluta af seinkun sem orðið hefur á sorphirðu undanfarið. Unnið verður um helgina til að vinna þetta niður en í dag er Terra að vinna í Holtum, Áslandi og Norðurbæ.

Íbúar í sumum hverfum hafa ekki farið varhluta af seinkun sem orðið hefur á sorphirðu undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Terra sem annast sorphirðu í bænum eru þau eftir á í hluta af eftirfarandi hverfum: Hlíðum, Kinnum, Álfaskeiði og Völlum. Einnig að hluta í Áslandi og Holtum. Unnið verður um helgina til að vinna þetta niður en í dag er Terra að vinna í Holtum, Áslandi og Norðurbæ.

Við þökkum íbúum fyrir skilning á ástandinu og vonum að sorphirðan verði komin á góðan stað innan tíðar

Ef þú ert með ábendingu um sorphirðuna bendum við þér á að senda ábendingu til okkar í gegnum ábendingavefinn.

Ábendingagátt