Rúmlega 3000 hafa skellt sér á skauta í hjarta Hafnarfjarðar

Fréttir

Á aðventunni varð gamall draumur margra um skautasvell í heilsubænum Hafnarfirði að veruleika þegar Hjartasvellið var opnað í samstarfi við Bæjarbíó. Hjartasvellið hefur fengið mjög góðar móttökur og hafa rúmlega 3.000 einstaklingar á öllum aldri skellt sér á skauta frá því opnað var um miðjan desember. Hjartasvellið er frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir alla fjölskylduna og verður a.m.k. opið út janúar og hægt að bóka skautaferð á hjartasvellid.is en frítt er í fyrstu ferðirnar alla virka daga. 

Hjartasvellið verður opið a.m.k. út janúar 

Á aðventunni varð gamall draumur margra um skautasvell í heilsubænum Hafnarfirði að veruleika þegar Hjartasvellið var opnað í samstarfi við Bæjarbíó. Hjartasvellið hefur fengið mjög góðar móttökur og hafa rúmlega 3.000 einstaklingar á öllum aldri skellt sér á skauta frá því opnað var um miðjan desember. Svellið er frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir alla fjölskylduna og verður a.m.k. opið fimmtudaga – sunnudaga út janúar. Hægt er að bóka skautaferð á hjartasvellid.is en frítt er í fyrstu ferðirnar fimmtudaga og föstudaga. 

181221_Jolathorpid-25-1-

Komdu og dragðu djúpt andann á skautum í hjarta Hafnarfjarðar!

Hjartasvellið er 200 fermetra skautasvell á bílastæðinu beint fyrir aftan Bæjarbíó. Svellið, sem strax í upphafi fékk nafnið Hjartasvellið, er frábær viðbót við þá afþreyingu og upplifun sem þegar er í boði í Hafnarfirði fyrir alla fjölskylduna. Hjartasvellið er umhverfisvænt gervisvell þar sem hvorki vatn né rafmagn er notað til að frysta svellið auk þess sem framleiðslan er umhverfisvæn.

Allar nánari upplýsingar á hjartasvellid.is

Helstu upplýsingar

  • Svellið er opið fim. frá 14-20, fös. frá 14-22, lau. frá 13-22 og sun. frá 13-20
  • Frítt er á svellið kl. 14 fimmtudaga og föstudaga 
  • Hver skautaferð er 40 mín og hefst á heila tímanum
  • Skautaferð er bókuð á tix.is – Hjartasvellið og leiga á skautum bókuð í leiðinni
  • Fólk er beðið um að koma tímanlega til að forðast raðir
  • Aðeins 20 komast á svellið á hverjum klukkutíma
Ábendingagátt