Safnanótt í Hafnarfirði

Fréttir

Söfn í Hafnarfirði taka virkan þátt í Safnanótt föstudaginn 5. febrúar með fjölbreyttri dagskrá. Í Hafnarfirði verða rúmlega tuttugu viðburðir í boði. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð 

Söfn í Hafnarfirði taka virkan þátt í Safnanótt föstudaginn 5. febrúar með fjölbreyttri dagskrá. Í Hafnarfirði verða rúmlega tuttugu viðburðir í boði. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð. 

Bókasafn Hafnarfjarðar, Byggðasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg taka þátt í hátíðinni með virkum hætti og fjölbreyttri dagskrá.  Söfnin þrjú verða opin frá kl. 19 til miðnættis föstudaginn 5. febrúar og eru eftirtaldir viðburðir öllum opnir og ókeypis.  Tæplega fjörtíu söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá þetta kvöld og geta íbúar og gestir á öllum aldri notið yfir 100 viðburða af öllum stærðum og gerðum á söfnum á stór-höfuðborgarsvæðinu.

Safnanæturleikur

Á Safnanótt fer fram Safnanæturleikur. Taktu þátt í leiknum með því að svara laufléttum spurningum og safna stimplum frá mismunandi söfnum sem þú heimsækir. Þátttökublað leiksins er hægt að nálgast á öllum söfnum sem taka þátt í Safnanótt. HÉR er líka hægt að nálgast þátttökublað til útprentunar.

Í Hafnarfirði verða rúmlega TUTTUGU viðburðir í boði.

Allir velkomnir!

Bókasafn Hafnarfjarðar – Strandgata 1

19:00 – 23:59     Ratleikur um bókasafn
19:00 – 23:59     Ókeypis bækur
19:00 – 23:59     Bókakaffi
19:00 – 23:59     Stjörnuhrellir
19:00 – 23:59     Dýrahjálp Íslands
19:00 – 21:00     Geimskutlugerð
19:00 – 23:59     Stjörnustríðsbókamerki
19:30 – 21:00     Bókasafnsbíó – Ída
19:30 – 20:00     Vísinda-Villi
20:00 – 21:00     Stjörnuhekl – örnámskeið
20:30 – 20:45     Upplestur – Jónína Leósdóttir
21:00 – 22:00     Íslenska litabókin – kynning
21:30 – 23:30     Bókasafnsbíó – Ziggy Stardust and The Spiders from Mars
22:00 – 23:59     Star Wars Pub Quiz

Hafnarborg

19:00 – 20:00    Listasmiðja – prent og bókagerð
19:00 – 22:00   Á bak við tjöldin – Heimsókn í geymslur safnsins
20:00 – 20:30    Vasaljósaleiðangur fyrir börn
20:00 – 23:30    Teboð
20:30 – 21:15   Hláturjóga
21:00 – 21:40    Listamannsspjall – Ragnhildur Jóhanns
22:15 – 23:15   Skuggamyndir frá Bysans – Lifandi tónlist

Byggðasafn Hafnarfjarðar

20:00 – 22:00     Söngvaskáld í safninu
20:00 – 22:00     Til fundar við formæður

Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu Vetrarhátíðar eða HÉR og á Facebook síðum safna:

Bókasafn Hafnarfjarðar
Hafnarborg
Byggðasafn Hafnarfjarðar

Þið megið endilega taka virkan þátt í að myndsetja viðburði og hátíð með okkur með því að tagga tíst á twitter og myndir á Instagram með: 

#safnanótt

#Hafnarborg

#BokasafnHafnarfjardar

#ByggdasafnHafnarfjardar

 

Ábendingagátt