Safnasjóður styrkir menningarstarf í Hafnarfirði

Fréttir óflokkað

Aðalúthlutun safnasjóðs fyrir árið 2024 fór fram á nýafstaðnum ársfundi höfuðsafna og safnaráðs. Að þessu sinni hlaut Hafnarborg styrki til tveggja verkefna og Byggðasafn Hafnarfjarðar til þriggja verkefna.

Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar hlutu styrki við aðalúthlutun Safnasjóðs á ársfundi höfuðsafna og safnaráðs fyrir árið 2024. Hafnarborg hlaut styrki til tveggja verkefna og fékk hvort 1,5 milljón króna. Byggðasafn Hafnarfjarðar fékk þrjá styrki að þessu sinni, samtals 2,7 milljónir króna. Menningar- og viðskiptaráðherra afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Heildarúthlutunin hljóðaði upp á 176 milljónir króna og hefur þá ríflega 211 milljónum króna verið úthlutað úr Safnasjóði á árinu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Takk fyrir okkur!

Styrkt verkefni Hafnarborgar voru tvö. Annars vegar verkefnið Á mínu máli — safnfræðsla á erlendum tungumálum þar sem boðið er upp á listsmiðjur og leiðsagnir með fagfólki á erlendum tungumálum. Verkefnið hófst á síðasta ári með styrk úr safnasjóði. Hitt verkefnið er Landsnám, einkasýning Péturs Thomsen. Styrkurinn er veittur til að setja upp þessa viðamikla einkasýningu á verknum ljósmyndarans sem haldin verður í aðalsal Hafnarborgar undir lok ársins. Byggðasafn Hafnarfjarðar fékk þrjá styrki að þessu sinni, samtals 2,7 milljónir króna. Þemasýning í Pakkhúsi hlaut 1,2 milljónir króna, Færanlegi sýningaskápurinn 1 milljón og Frá Bookless til bæjarútgerðar hálfa milljón króna. Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar munu fá að heyra af þessum verkefnum betur síðar.

Til hamingju starfsfólk Hafnarborgar og Byggðasafns!

Takk Safnaráð!

Ábendingagátt