Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja með nýrri og sameiginlegri loftslagsstefnu leggja sitt að mörkum með innleiðingu markvissra aðgerða sem stuðla að kolefnishlutleysi höfuðborgarsvæðisins árið 2035.
Borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ásamt framkvæmdastjóra SSH undirrituðu formlega loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins í síðustu viku. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja með stefnunni leggja sitt að mörkum með innleiðingu markvissra aðgerða sem stuðla að kolefnishlutleysi höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægasta afurð stefnunnar er því yfirlit aðgerða sem eru líklegar til að skila árangri í baráttunni við loftslagsbreytingar. Aðgerðirnar snúa m.a. að vegasamgöngum, siglingum, staðbundinni orkunotkun, iðnaði, efnanotkun, úrgangsmálum og landnotkun. Með stefnumótuninni lýsa sveitarfélögin yfir þeim vilja sínum að höfuðborgarsvæðið verði kolefnishlutlaust árið 2035, þ.e. að þá verði reiknuð heildarlosun gróðurhúsalofttegunda ekki meiri en sem nemur reiknaðri bindingu kolefnis.
Frá undirritun Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins í dag. Frá vinstri: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar, Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri Kjósarhrepps, Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður stjórnar SSH, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).
Í tengslum við stefnuna hafa SSH undirritað samkomulag við umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytið í þeim tilgangi að fylgja loftslagsstefnunni eftir, m.a. með ráðningu ráðgjafa til þess að aðstoða sveitarfélögin við að móta aðgerðir til samræmis við verkfærakistu loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins. Þá verður samkvæmt samkomlaginu unnið nýtt mat á losun gróðurhúsalofttegunda og bindingar kolefnis á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2023. Losun var síðast metin árið 2019 og er tilgangur nýrrar útektar sá að fylgjast með einstökum losunar- og bindingarþáttum og meta árangur aðgerða. Hafa SSH gert samning við VSÓ ráðgjöf til að sinna ofangreinum verkþáttum.
Samkvæmt Páli Björgvini Guðmundssyni framkvæmdastjóra SSH er það stór áfangi í samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem mynda eitt búsetu- og atvinnusvæði að sameiginleg stefna í loftslagsmálum liggi fyrir. Það sé sameiginleg ábyrgð sveitarfélaga á svæðinu að stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda en á sama tíma sé innleiðing stefnunnar á ábyrgð hvers sveitarfélags fyrir sig til samræmis við staðbundnar aðstæður. Jafnframt séu verkefni unnin á sameiginlegum vettvangi, s.s. þegar kemur að samgöngu- og úrgangsmálum. Loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins er áhersluverkefni Sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 og eru verkefnin fjármögnuð með framlagi ríkisins, einstakra ráðuneyta og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
„Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var krakki,“ segir Knútur Hreiðarsson matreiðslumaður sem hefur ásamt eigendum Sydhavn blásið…
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.