Sameiginlegur plokkdagur vinnuskólanna

Fréttir

Þann 7. júlí mun Vinnuskóli Hafnarfjarðar halda í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogs sameiginlegan plokkdag. Markmiðið er að skila bæjunum fallegum og hreinum.

Vinnuskóli Hafnarfjarðar og
Vinnuskóli Kópavogs taka höndum saman og halda sameiginlegan plokkdag.

Þriðjudaginn
7. júlí næstkomandi mun Vinnuskóli Hafnarfjarðar halda í samstarfi við
Vinnuskóla Kópavogs sameiginlegan plokkdag. Þá ætla krakkar beggja vinnuskólanna
að fara út að tína rusl eða að plokka eins og það er kallað. Hundruðir nemenda Vinnuskóla
Hafnarfjarðar munu sjást víðsvegar um bæinn í gulum vestum að tína rusl ofan í
poka með það markmið að skila bænum fallegum og hreinum.

Áhersla á umhverfisvernd og sjálfbæra þróun

Vinnuskóli
Hafnarfjarðar leggur áherslu á umhverfisvernd og sjálfbæra þróun. Rusl á
víðavangi er skaðlegt náttúrulífi, þess vegna eru nemendur í vinnuskólanum
hvattir til að flokka rusl í endurvinnslutunnur og tína upp það rusl sem þeir
sjá á jörðinni.

Á
plokkdaginn verður markmiðið að hreinsa allan Hafnarfjarðarbæ. Til að ná því
markmiði eru íbúar og allir aðrir áhugasamir hvattir til að leggja hönd á plóg,
drífa sig út og taka þátt í deginum með vinnuskólanum. Starfsfólk vinnuskóla Hafnarfjarðar vonast til þess að sem
flestir taki þátt, þar sem margar hendur vinna létt verk. Það væri gaman að
sjá ruslfrían Hafnarfjarðarbæ í lok dags með þeirri von að hann haldist þannig. 

Frekari
upplýsingar veitir:

  • Melkorka
    Ýr Magnúsdóttir, grænn leiðbeinandi Vinnuskóla Hafnarfjarðar í  s.664-7124 
Ábendingagátt