Sameiginlegur vilji að efla iðnnám í Hafnarfirði

Fréttir

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar áttu í gær fund með menntamálaráðherra vegna fyrirhugaðrar sameiningar  Iðnskólans í Hafnarfirði við Tækniskólann.

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar áttu í gær fund með menntamálaráðherra vegna fyrirhugaðrar sameiningar  Iðnskólans í Hafnarfirði við Tækniskólann.

Í samtali við Rúv í gærkvöldi sagði Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar “ að á fundinum hafi komið fram sameiginlegur vilji beggja að efla og varðveita iðnkennslu í Hafnarfirði. Ákveðið var að skipaverkefnahóp til að vinna áfram að málinu.“

Stjórn Tækniskólans hefur lýst því yfir að öllum fastráðnum starfsmönnum Iðnskólans verði boðin störf og að áfram verði rekinn skóli í húsakynnum Iðnskólans í Hafnarfirði.

Á vef menntamálaráðuneytisins má sjá frétt um sameininguna og skoða fýsileikakönnunina um sameiningu

Ábendingagátt