Samfélagshús í gömlu Skattstofunni

Fréttir

Nýtt ungmennahús hefur tekið til starfa í gömlu Skattstofunni að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Í ungmennahúsi stendur ungmennum á aldrinum 16-25 ára til boða fjölbreytt starf í vímulausu og öruggu umhverfi. Starf sem verður með tímanum mótað af hópnum sjálfum.

Nýtt ungmennahús hefur
tekið til starfa í gömlu Skattstofunni að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Í ungmennahúsi
stendur ungmennum á aldrinum 16-25 ára til boða fjölbreytt starf í vímulausu og
öruggu umhverfi. Starf sem verður með tímanum mótað af hópnum sjálfum.

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir,
afhenti á dögunum húsnæðið formlega til verkefnastjóra ungmennahúss sem stýrir
starfsemi hússins og tekur þar vel á móti öllum ungmennum. John Friðrik Bond Grétarsson,
tómstunda- og félagsmálafræðingur, var ráðinn sem verkefnastjóri í lok árs 2018
og hefur síðan þá unnið að breytingum á húsnæði og framkvæmd þeirra
stefnumótunar sem mörkuð var síðasta árið. John Bond er alinn upp í Hafnarfirði
og þekkir frá fyrstu hendi hversu mikilvægt það er að bjóða upp á lausnir,
möguleika og stuðning á réttum tímapunkti í lífi ungs fólks.

20190215_121403Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri afhendir hér formlega John Bond lyklavöldin að nýju ungmennahúsi.

„Við fórum af stað með þarfagreiningu fyrir
ungmennahús og stefnumótun fyrir starfsemi þess í árslok 2017 og var
niðurstaðan sú að skynsamlegt væri fyrir Hafnarfjarðarbæ að fara af stað með nýtt
samfélagshús fyrir aldurshópinn 16-25 ára. Við þurfum að halda vel utan um
þennan, oft á tíðum, brothætta hóp sem þarf á samveru, samskiptum og stuðningi
að halda á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi sínu“
segir Geir Bjarnason
íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar sem er einn þeirra sem hefur
haft veg og vanda af þessari vinnu. „Þetta
verkefni talar vel saman við önnur verkefni sveitarfélagsins á sviði forvarna
og eflingar heilsu og heilbrigðis hjá unga fólkinu okkar. Nú eru ungmennin
komin með eigin húsnæði og geta þar lært saman, mótað og fengið aðstoð við
framkvæmd hugmynda, sinnt áhugamálum sínum og hitt vini og félaga á öruggum og
góðum stað
“ segir Geir. 

Ungmennahús er opið frá kl. 13 – 17 alla virka
daga. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er opið áfram til kl. 22. Opnunartími
mun svo breytast eftir þörfum og aðsókn ungmennanna sjálfra. 

Ábendingagátt