Samgönguhugmyndir – frá Lækjargötu að Kaplakrika

Fréttir

Fulltrúar Vegagerðarinnar mættu til fundar skipulags- og byggingarráðs nýverið og lögðu fram fyrstu hugmyndir vegna breytinga á Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika. 

Hugmyndir Vegagerðar að lausnum á Reykjanesbraut á umferðarþungu svæði

Fulltrúar Vegagerðarinnar mættu til fundar skipulags- og byggingarráðs þann 26. apríl sl. (mál 1. á dagskrá fundar) og lögðu fram fyrstu hugmyndir vegna
breytinga á Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika. Bætt umferðarflæði og
umferðaröryggi á kaflanum frá Lækjargötu að Álftanesvegi tilheyrir
Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og með samþykktum sáttmála var ákveðið að
verja 13,1 m.kr til verkefnisins á árunum 2025-2028. Upphaflega stóð til að
upphæðin yrði rétt um 5 m.kr. en bæjaryfirvöld í Hafnarfirði náði að knýja fram
mikilvægar breytingar á fjárhæð.

ReykjanesbrautKapliSetbergUm er að ræða þennan kafla Reykjanesbrautar – frá hringtorgi við Lækjargötu að hringtorgi við Kaplakrika .

Lausnir í frumdrögum

Í hugmyndum Vegagerðar eru skoðaðar lausnir með
Reykjanesbraut í núverandi legu (2 útfærslur) og jarðgöng undir
Setbergshamarinn (2 útfærslur).

  1. Reykjanesbraut
    í núverandi legu.
    Reykjanesbraut grafin niður frá Álftanesvegi og suður fyrir Lækjargötu.
    Reykjanesbraut fer undir gatnamót við Álftanesveg, Fjarðarhraun og
    Lækjargötu. Kostnaður um 9,1 m.kr.
  2. Reykjanesbraut í núverandi legu. Reykjanesbraut í
    núverandi hæðarlegu. Tengingar við Fjarðarhraun og Lækjargötu undir
    Reykjanesbraut. Kostnaður um 5,5 – 5,9 m.kr.
  3. Jarðgöng. Jarðgöng frá Reykjanesbraut við Staðarberg að IKEA. Að
    öðru leyti yrði Reykjanesbrautin að mestu óbreytt. Kostnaður um 17,4 m.kr.
  4. Jarðgöng
    með tengigöngum.
    Jarðgöng
    frá Reykjanesbraut við Staðarberg að IKEA auk tengiganga við Álftanesveg.
    Kostnaður um 22,4 m.kr.

Allar fjórar útfærslurnar koma út sem arðbær verkefni og er
gert ráð fyrir að bæði mannvirki opni á árinu 2034. Yfirborðslausn verði tvö ár
í framkvæmd en göngin 3 ár. Ýmislegt þarf að skoða áður en vinnu við frumdrög
lýkur. Gera þarf umferðarspá til lengri framtíðar og uppfæra afkastareikninga,
meta þarf hljóðvist og loftgæði, gera jarðfræðirannsóknir, meta umferðaröryggi
mismunandi lausna og kanna stöðu umhverfismats. 

Kynning Vegagerðarinnar frá 26. apríl 2022

Vegagerðin vinnur að frekari
greiningum og mati. 

Ábendingagátt