Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Samningur um uppbyggingu á blandaðri byggð 144 íbúða við Hvaleyrarbraut 26-30 í Hafnarfirði hefur verið samþykktur samhljóða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Samningur um uppbyggingu á blandaðri byggð 144 íbúða við Hvaleyrarbraut 26-30 í Hafnarfirði var samþykktur samhljóða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, miðvikudaginn 19. júní.
Hafnarfjarðarbær hefur lagt áherslu á að þétta byggð á ákveðnum svæðum og er nú að hefjast uppbygging á þéttingarreit norðan Hvaleyrarbrautar. Uppbyggingin tengist metnaðarfullri uppbyggingu bæjarins á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði.
„Það er mjög ánægjulegt að fyrsti samningurinn um uppbyggingu á hafnarsvæðinu sé nú í höfn. Áform um íbúðabyggð þar hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið og því er þessi samningur stórt skref,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er einhuga um áframhaldandi uppbyggingu í bæjarfélaginu og leggjum við áherslu á fjölbreyttar íbúðir á ólíkum svæðum bæjarins. Hafnarsvæðið er mjög spennandi valkostur og lykilsvæði í Hafnarfirði í þéttingu byggðar. Þessi samningur markar ákveðið upphaf í uppbyggingu á svæðinu og gefur tóninn fyrir það sem koma skal.“
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri ritar hér undir, ásamt forsvarsmönnum Fjarðamóta og Hagtaks. Frá vinstri: Bergþór Jóhannsson og Jóhann Bergþórsson fyrir Hagtak, Rósa Guðbjartsdóttir, Óttar Arnalds Hjálmar R. Hafsteinsson, fyrir Fjarðarmót.
Ný blönduð byggð með íbúðum og þjónustustarfsemi
Hafnarfjarðarbær horfir nú til fleiri svæða í sveitarfélaginu í því skyni að byggja upp blandaða byggð með íbúðum og þjónustustarfsemi. Það er gert í kjölfar samþykktar á nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040. Á meðal þeirra eru svæði við Hafnarfjarðarhöfn og í nágrenni hennar sem hafa hingað til verið ætluð undir atvinnustarfsemi.
Hvaleyrarbraut 26-30 er eitt þessara svæða og nú hefur Hafnarfjarðarbær samið annars vegar við Fjarðarmót um uppbyggingu á lóð nr. 26. Hins vegar við Hagtak hf. og Verkfræðiþjónustu Jóhanns G. Bergþórssonar ehf. um uppbyggingu á lóðunum nr. 28 og 30.
Heimilt er að byggja fjölbýlishús með að hámarki 45 íbúðum á lóðinni Hvaleyrarbraut 26. Á lóð nr. 28 má byggja fjölbýlishús með að hámarki 41 íbúð og á lóð nr. 30 fjölbýlishús með að hámarki 58 íbúðum. Í heild 144 íbúðir.
Gert er ráð fyrir húsnæði undir verslunar- og þjónustustarfsemi á öllum lóðunum auk þess sem Hafnarfjarðarbær hefur áskilið sér rétt til að kaupa tvær íbúðir í hverju fjölbýlishúsi, eða sex íbúðir í heild.
Iðnaðarbyggingar víkja fyrir breyttri starfsemi með auknu þjónustustigi
Bæjarstjórn samþykkti breytingu á aðalskipulagi bæjarins 2013-2025 þann 31. ágúst 2022 og Skipulagsstofnun staðfesti þær 13. janúar 2023.
Aðalskipulagsbreytingin nær til landsvæðis lóðanna Hvaleyrarbrautar 20-32 og tekur til þess að iðnaðarbyggingar víki fyrir breyttri starfsemi með auknu þjónustustigi á lóðum, í samráði við lóðarhafa. Einnig að á svæðinu verði miðsvæðisstarfsemi með áherslu á verslun og þjónustu og heimild fyrir íbúðir á efri hæðum.
Athugið að myndirnar sem fylgja fréttatilkynningunni eru aðeins til viðmiðunar um hugsanlegt útlit nýju húsanna. Myndir/ASK arkitektar
Samspil hafnar og bæjar
Uppbyggingin á hafnarsvæðinu í heild sinni mun, samkvæmt samþykktu rammaskipulagi, styrkja samspil hafnar og bæjar með áherslu á mótun strandlengjunnar, bættum samgöngum og tengingum að miðbæ og þéttingu byggðar við höfnina.
Almenningsrými verður límið í skipulagi hafnarsvæðisins á milli mismunandi þróunarreita og myndar samfellda byggð. Gert er ráð fyrir almenningssvæði í háum gæðaflokki, fjölbreyttri atvinnu og íbúðum í nánum tengslum við það ásamt afþreyingu. Þannig laðar höfnin að sér öflugt mannlíf og betri upplifun.
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…