Sjá um rekstur skátamiðstöðvar og tjaldsvæðis

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Skátafélagið Hraunbúar skrifuðu í vikunni undir samning um umsjón og rekstur á skátamiðstöðinni Hraunbyrgi og tjaldsvæði á Víðistaðatúni auk skátaskála við Kleifarvatn. Hraunbúar sjá um rekstur á Hraunbyrgi að Hjallabraut 51 og tjaldsvæði á Víðistaðatúni þar með talið skátaheimili, áhaldahúsi, útisvæði, tjaldsvæði, þjónustuhúsi auk grillaðstöðu á Víðistaðatúni og skála félagsins og útisvæði við Kleifarvatn. Samningurinn gildir til 31. desember 2026.

Hraunbúar sjá um rekstur skátamiðstöðvar og tjaldsvæði 

Hafnarfjarðarbær og Skátafélagið
Hraunbúar skrifuðu í vikunni undir samning um umsjón og rekstur á skátamiðstöðinni
Hraunbyrgi og tjaldsvæði á Víðistaðatúni auk skátaskála við Kleifarvatn.
Hraunbúar sjá um rekstur á Hraunbyrgi að Hjallabraut 51 og tjaldsvæði á Víðistaðatúni
þar með talið skátaheimili, áhaldahúsi, útisvæði, tjaldsvæði, þjónustuhúsi auk
grillaðstöðu á Víðistaðatúni og skála félagsins og útisvæði við Kleifarvatn. Í
samningnum skuldbinda Hraunbúar sig áfram til að koma að skipulagningu og
framkvæmd Sumardagsins fyrsta í Hafnarfirði og hafa umsjón með flöggun og sjá
um fánaborg í skrúðgöngu á 17. júní. Samningnum er ætlað að tryggja áframhaldandi
kröftugt skátastarf í bænum og auðvelda börnum og unglingum að taka þátt í
starfinu. 

Samningurinn gildir til 31. desember 2026.

IMG_3804Bæjarstjóri, fulltrúar bæjarins og fulltrúar Hraunbúa hittust í vikunni í Hraunbyrgi  

Forsendur fyrir framlagi eru
byggðar á rauntölum úr rekstri síðustu ára

Hafnarfjarðarbær leggur til
framlag til að standa straum af hluta af rekstrarkostnaði skátamiðstöðvar
Hraunbúa skv. fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ár hvert. Forsendur fyrir
framlagi til rekstrar eru byggðar á rauntölum úr rekstri liðinna ára. Hraunbúar
skuldbinda sig til að skipuleggja félags- og tómstundastarf sitt með jafnrétti
að leiðarljósi og verja ákveðnum hluta framlagsins til unglinga- og æskulýðsmála
þ.m.t. forvarnarmála. Hraunbúar fá í sinn hlut allar tekjur sem skátamiðstöðin
og tjaldsvæðið gefa af sér og ber að greiða allan kostnað og gjöld sem af
rekstri þess leiðir. Tekjur þessar eru ætlaðar til að styrkja félagið og til að
bæta húsbúnað og barna- og unglingastarf.

Tjaldsvæðið á Víðistaðatúni opnar 15. maí

Skátafélagið Hraunbúar sér um daglegan rekstur tjaldsvæðis
Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni, útleigu, hreinsun og gæslu á svæðinu. Hafnarfjarðarbær
leggur til starfseminnar afmarkað tjaldsvæði ásamt húsnæði sem er á svæðinu og
er með salernis og þvottaaðstöðu. Hafnarfjarðarbær sér um að stuðla að
uppbyggingu tjaldsvæðisins. Við skil á ársskýrslu og ársreikningum skulu
Hraunbúar skila tölfræði varðandi tjaldsvæðið og gistingu í Hraunbyrgi. Þar
komi fram fjöldi notenda, þjóðerni, fullorðnir / börn, greining á gistingu og
nýtingu eftir árstíma. 

Tjald

Opnunartími tjaldsvæðisins er frá 15. maí – 15.
september ár hvert. 

Ábendingagátt