Samkeppni um heiti á skóla

Fréttir

Ákveðið hefur verið að efna til nafnasamkeppni um heiti á nýjum skóla í Skarðshlíð. Grunnskólinn mun taka til starfa haustið 2017 í bráðabirgðahúsnæði áður en hann flyst í nýja skólahúsnæðið. Tillögur þurfa að berast í síðasta lagi 7. apríl.

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á 367. fundi sínum þann 8. mars 2017 að standa fyrir nafnasamkeppni á nýjum skóla í Skarðshlíð inn af Völlunum í Hafnarfirði.

Skólinn í Skarðshlíð mun verða starfræktur í nýrri skólabyggingu sem hafið verður að reisa á árinu 2017 og hann verður tekinn í notkun í áföngum árin 2018-2020. Í skólanum verður grunnskóli, fjögurra deilda leikskóli, tómstundamiðstöð fyrir nemendur grunnskólans, íþróttahús og útibú frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Leitað er eftir einu nafni á skólann fyrir alla starfsemina sem mun fara fram í húsnæðinu.

Grunnskólinn mun taka til starfa haustið 2017 í bráðabirgðahúsnæði í safnaðarheimili Ástjarnarsóknar í eitt skólaár áður en hann flyst í nýja skólahúsnæðið.

Tillögur um nafn á skóla þurfa að berast í síðasta lagi 7. apríl

Tillögur um nafn á skólann þurfa að berast til Fanneyjar D. Halldórsdóttur, sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 7. apríl 2017 á netfangið: fanney@hafnarfjordur.is eða í lokuðu umslagi á heimilisfang fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar að Linnetsstíg 3, 220 Hafnarfjörður.

Fræðsluráð Hafnarfjarðar mun meta tillögur og velja nafn á skólann í vor.

Ábendingagátt