Samkomulag um byggingu knatthúss á Ásvöllum undirritað

Fréttir

Í lok janúar var skrifað undir samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Knattspyrnufélags Hauka um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Fyrirhugað knattspyrnuhús verður að fullu í eigu Hafnarfjarðarbæjar og bætist við þá aðstöðu sem Hafnarfjarðarbær hefur þegar byggt upp til íþróttaiðkunar á Ásvallasvæðinu.

Fjárfest til framtíðar í vaxandi
byggð

Í lok janúar var skrifað
undir samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Knattspyrnufélags Hauka um
byggingu knatthúss á Ásvöllum. Fyrirhugað knattspyrnuhús verður að fullu í eigu
Hafnarfjarðarbæjar og bætist við þá aðstöðu sem Hafnarfjarðarbær hefur þegar
byggt upp til íþróttaiðkunar á Ásvallasvæðinu, s.s. íþróttaaðstöðu Hauka,
körfuknattleikshús og Ásvallalaug. Því til viðbótar má benda á þá gróskumiklu
íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi sem einkafyrirtæki starfrækja nú þegar á svæðinu
og styrkja það enn frekar sem miðstöð íþrótta og heilsuræktar.

Hopmynd_1581675381411

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, og Samúel Guðmundsson, formaður Hauka, skrifuðu undir samkomulagið í hinum glæsilega Ólafssal ásamt Geir Bjarnasyni, íþrótta- og tómstundarfulltrúa bæjarins, og Magnúsi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Hauka.

Í samræmi við
viljayfirlýsingu munu Haukar afsala sér hluta lóðarinnar nr. 1 við Ásvelli. Tekjur
af innheimtum lóðaverðum vegna hinnar nýju íbúðabyggðar á Ásvöllum verði nýttar
til uppbyggingar knatthúss knatthússins. Framkvæmdanefnd var skipuð á fundi
bæjarráðs 30. janúar 2020 og vinnur hún eftir samkomulagi
Hafnarfjarðarbæjar og Hauka um uppbyggingu. Unnið hefur verið nýtt deiliskipulag
á svæðinu. 

Sjá lið 14 í fundargerð bæjarráðs 30. janúar 2020

Ábendingagátt