Samkomutakmarkanir frá og með 25. júlí

Fréttir

Helstu áhrif samkomutakmarkana í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra á þjónustu bæjarins eru á þjónustu sundlauga.

Frá og með sunnudeginum 25. júli taka gildi hertar aðgerðir vegna Covid-19 sem standa í þrjár vikur út 13. ágúst nk. Þessar aðgerðir hafa í för með sér breytingar á ýmissi þjónustu sveitarfélagsins m.a. í sundlaugum og söfnum.

  • Almennar fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.
  • Nándarregla verður almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar verði undanþegin.
  • Heilsu- og líkamsræktarstöðvum sem og sund- og baðstöðum verður heimilt að hafa opið fyrir 75% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Upplýsingar um fjölda gesta í sundlaugum má finna í rauntíma á vefsíðum sundlauganna: Sundhöll , Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug .
  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar með og án snertinga með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými sem skulu skráðir í sæti. Veitingasala er óheimil á keppnisstöðum.
  • Söfnum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta.

Sjá nánar um samkomutakmarkanir á vef Stjórnarráðsins .

Ábendingagátt