Til skoðunar að breyta innritunarreglum í leikskóla

Fréttir

Samkvæmt innritunarreglum bæjarins fá öll börn inni á leikskóla á árinu sem þau verða tveggja ára. Yngri börn komast einnig inn ef þau uppfylla skilyrði um forgang.

Á fundi fræðsluráðs í morgun var rætt um stöðu innritunar í leikskóla bæjarins.

Í ljósi umræðu og fyrirspurna um innritunarreglur og inntökualdur barna á leikskóla bæjarins að undanförnu vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri:

Samkvæmt innritunarreglum bæjarins fá öll börn inni á leikskóla á árinu sem þau verða tveggja ára. Yngri börn komast einnig inn ef þau uppfylla skilyrði um forgang. Niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hækka í þeim mánuði sem barnið verður 2ja ára. Eftir það greiða foreldrar sem næst leikskólagjaldi fyrir vistun þar.

Nú eru að störfum starfshópar, annars vegar um endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðarbæjar og hins vegar um breytingar á gjaldskrá sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu tillögur hópanna líti dagsins ljós í maí. Meðal annars er verið að leita leiða um hvernig hægt sé að breyta innritunarreglum leikskóla með það að markmiði að stíga fyrstu skref í að lækka innritunaraldur barna í leikskóla bæjarins og að reglurnar séu gagnsæjar og skýrar.

Mikilvægt er að ákvarðanir um slíkar kostnaðarsamar breytingar verði teknar að lokinni rekstrarúttekt sem nú er í gangi á stofnunum bæjarins og að bæjarstjórn verði samstiga í því að leikskólastigið og þjónusta við barnafjölskyldur verði efld eftir því sem svigrúm gefst.

Hér er hægt sjá fundagerð fræðsluráðs frá því í morgun.


Ábendingagátt