Samningar undirritaðir á sjó

Fréttir

Það eru fáir staðir meira viðeigandi en höfnin þegar skrifað er undir samning við Siglingaklúbbinn Þyt. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Haraldur L. Haraldsson og Pétur Th. Pétursson, formaður siglingaklúbbsins undirrituðu tvo samstarfssamninga í höfninni í Hafnarfirði í vikunni. 

 

Það eru fáir staðir meira viðeigandi en höfnin þegar skrifað er undir samning við Siglingaklúbbinn Þyt. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Haraldur L. Haraldsson og Pétur Th. Pétursson, formaður siglingaklúbbsins undirrituðu tvo samstarfssamninga í höfninni í Hafnarfirði í vikunni. 

Annarsvegar þjónustusamning sem felur í sér styrk til að standa fyrir starfsemi fyrir börn og unglinga og hinsvegar rekstrarsamning þar sem bærinn leggur til stuðning vegna reksturs húsnæðis, viðhalds báta og viðhalds á húsnæði klúbbsins. Starfsemi Þyts er í miklum blóma og fylla bátar klúbbsins höfnina miklu lífi flesta daga nú í sumar. Öflugt sjálfboðaliðastarf er kjölfestan í rekstri félagsins og vonast Hafnarfjarðarbær að stuðningurinn muni styrkja starfið enn frekar.

Ábendingagátt