Samningur um forvarnafræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Blátt áfram hafa undirritað samningi varðandi fræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum fyrir árin 2015 og 2016.

Hafnarfjarðarbær og Blátt áfram hafa undirritað samningi varðandi fræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum fyrir árin 2015 og 2016.

Hafnarfjarðarbær hefur boðið starfsfólki sem starfar með börnum og unglingum upp á námskeið frá Blátt áfram þar sem fjallað er um forvarnaleiðir gegn kynferðislegu ofbeldi í nokkur ár. Hafa um 700 starfsmenn sótt slíka fræðslu. Nú er tryggt að nýir starfsmenn fái slíka fræðslu á næstu tveim árum. Um er að ræða samstarfsverkefni þar sem Blátt áfram leggur til kennsluefni, fjölskylduþjónustan leggur til starfsmenn sem kenna á námskeiðunum og fræðslu- og frístundaþjónusta skipuleggur og kynnir námskeiðin. Í gegnum þetta starf ná starfsmenn fjölskylduþjónustu að myndi góð tengsl við starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sem sinna umönnun og uppeldi barna og auðvelda þeim að tryggja öryggi barna og kenna þeim að bregðast rétt við komi upp mál.

Á myndinni sem tekin við undirritun eru frá vinstri Sigríður Björnsdóttir frá Blátt áfram, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Magnús Baldursson fræðslustjóri og Thelma Þorbergsdóttir félagsráðgjafi.

Ábendingagátt